Vopnað rán var framið í Reykjavíkurapóteki í Vesturbæ Reykjavíkur í kringum fjögurleytið í dag. RÚV greinir frá.
Samkvæmt upplýsingum sem RÚV fékk frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu ógnuðu mennirnir starfsfólki apóteksins með eggvopni.
Þrír voru handteknir á hlaupum en ekki kemur fram hvort þeir höfðu náð einhverjum ránsfeng úr apótekinu. Töluverður viðbúnaður lögreglu og sérsveitar var við handtökuna.