The New York Times skýrði frá þessu í nótt. Í augum Job Biden, forseta, er sá hængur þó á fyrirætlunum Johnson að ekki verður greitt atkvæði um þetta í einu frumvarpi, heldur verður því skipt upp í þrjú frumvörp.
Öldungadeildin hefur áður samþykkt hjálparpakkann en þar eru Demókratar í naumum meirihluta. Johnson hefur fram að þessu ekki ekki tekið í mál að taka hann til atkvæðagreiðslu vegna andstöðu sumra þingmanna Repúblikanaflokksins en þeir eru á móti meiri hernaðaraðstoð til Úkraínu.
Pakkinn sem öldungadeildin samþykkti er upp á um 95 milljarða dollara.
Ekki liggur fyrir hvenær fulltrúadeildin tekur pakkana til afgreiðslu eða hvort Demókratar muni sætta sig við þær breytingar sem Repúblikanar ætla að gera á þeim.