„Stóri vandinn er að ein manneskja getur gert árás og það er það sem fólk er hrætt við og hefur áhyggjur af,“ sagði Tina Wilchen Christensen, sem vinnur við rannsóknar á öfgahyggjur og hryðjuverkum, í samtali við B.T.
Sögulegur fjöldi einstaklinga, sem hafa verið dæmdir fyrir hryðjuverk, sem eru öfgasinnar verða látnir lausir úr fangelsi á næstu árum. Þetta veldur nýrri hryðjuverkaógn gegn Danmörku að því er segir í nýrri skýrslu sem var unnin fyrir stjórnvöld.
Flestum þeim, sem um er rætt í skýrslunni, var einnig vísað úr landi í dómunum yfir þeim en það verður ekki auðvelt að koma þeim úr landi. Ekki er víst að þeir séu samvinnuþýðir né að heimaríki þeirra vilji taka við þeim. Þeim verður því komið fyrir í Kærshovedgård þar sem fólk, sem hefur verið vísað úr landi en ekki er hægt að losna við, er vistað.