Hann sagði að Rússar hafi meðal annars ráðist á merkjakerfi, miðasölukerfi og tölvukerfi járnbrautarfélaga.
Hann sagði þetta vera erfitt viðureignar en hann sé ánægður með að Tékkum hafi tekist að verja kerfi sín fyrir þessum árásum.
Í mars á síðasta ári birti stofnun ESB, sem sér um netöryggismál, skýrslu sem staðfesti að mikil aukning hefði orðið á árásum á járnbrautarfyrirtæki í Evrópu og að aðalástæðan sé innrás Rússa í Úkraínu.