fbpx
Föstudagur 31.október 2025
Fréttir

Sérstaklega hættuleg líkamsárás á Akureyri

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 5. apríl 2024 17:30

Lögreglustöðin á Akureyri. Mynd: Pjetur Sigurðsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag er þingfest fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra mál gegn manni sem ákærður er fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Um er að ræða atvik sem gerðist við Strandgötu 3 á Akureyri, aðfaranótt sunnudagskins 25. september árið 2022.

Er hinn ákærði sagður hafa slegið manni í höfuðið með glerglasi, með þeim afleiðingum að brotaþolinn féll í jörðina, og í framhaldinu hafi hann slegið hann þrisvar til fjórum sinnum í höfuðið. Hlaut brotaþolinn sjö sentimetra langan skurð á enni, brot upp úr jaxli vinstra megin og tönn í neðri gómi hægra megin brotnaði.

Héraðssaksóknari gerir kröfu um að hinn ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Fyrir hönd brotaþolans er gerð krafa um miskabætur upp á 900 þúsund krónur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Ólafur: „Við vissum að eitthvað hræðilegt hafði gerst“ – Þetta er það sem særir enn í dag

Ólafur: „Við vissum að eitthvað hræðilegt hafði gerst“ – Þetta er það sem særir enn í dag
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Dagur segir að enginn tali um bleika fílinn – „Þessa þögn verður að rjúfa“

Dagur segir að enginn tali um bleika fílinn – „Þessa þögn verður að rjúfa“