fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

„Þetta er heimur sem snýst um mannorð og ofbeldi. Mér finnst að við þyrftum að hugsa nýjar leiðir“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 2. apríl 2024 21:15

Ásdís Birna Bjarkadóttir og Guðmundur Ingi Þóroddsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðeins lítill hópur fólks kaupir langmest af því áfengi sem selt er í Vínbúðum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR) og það er sama fólk og glímir við áfengisvanda. Svala Jóhannesdóttir, formaður Matthildar, samtaka um skaðaminnkun, segir óábyrgt af íslenska ríkinu, sem stærsta söluaðila vímuefna, að hafa ekki sett Vínbúðunum skaðaminnkandi stefnu.

Svala var ásamt Halldóru Mogensen, þingmanni Pírata, og Þóri Tony Guðlaugssyni, varðstjóra í fangelsinu á Hólmsheiði, gestir í umræðuþættinum Frelsið er yndislegt þar sem fjallað var um vímuefni, skaðaminnkun, fangelsismál og fleira í þeim dúr. Stjórnendur þáttarins eru Ásdís Birna Bjarkadóttir og Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna um fangelsismál og betrun.

Þær Svala og Halldóra voru sammála um að nýja nálgun þurfi þegar kemur að vímuefnamálum hér á landi og líta báðar til þess að stokka upp markaðinn og regluvæða hann. „Mér finnst algjörlega galið að ríkið taki ábyrgð á einum vímugjafa og eftir stendur risastór markaður af efnum og risastór gróðamöguleiki. Við höfum þessi efni í einhverjum undirheimum þar sem hver sem er getur selt og framleitt og flutt inn,“ segir Svala. „Það er galið. Þar er ekkert aldurstakmark, þetta er heimur sem snýst um mannorð og ofbeldi. Mér finnst að við þyrftum að hugsa nýjar leiðir. Við þurfum kannski að regluvæða fleiri vímuefni og taka þetta úr höndunum á skipulagðri brotastarfsemi.“ Halldóra bætti þá við að með því að regluvæða fleiri vímuefni væri um leið hægt að draga úr aðgengi að þeim. „Það er sturlað að við ætlum að hafa þetta áfram svona.“


Þegar kemur að því vímuefni sem íslenska ríkið selur, áfengi, þá segir Svala að þar sé einnig víða pottur brotinn. „Það vantar alla skaðaminnkun inn í ÁTVR. Ríkið er stærsti söluaðili vímugjafa og fíkniefnis sem heitir áfengi og þar er engin skaðaminnkandi stefna. Það eru engar leiðbeiningar. Mér skilst að lítill hópur af fólki kaupi þar langmest og það er fólk sem glímir við áfengisvanda. Út frá mínum bæjardyrum er þetta mjög óábyrgt af ríkinu, að vera söluaðili á vímugjafanum áfengi og ekki vera með stefnu gagnvart því fólki sem er að kaupa af ríkinu og glímir við alvarlegan vímuefnavanda.“ Halldóra tók undir þessi orð Svölu.

Breytt landslag í kringum lyfjahamp

Jafnframt var rætt um lyfjahamp og þá vitundarvakningu sem orðið hefur í samfélaginu um gagnsemi kannabisplöntunnar. „Umhverfið er að breytast,“ segir Halldóra. „Þegar ég lagði fram frumvarp um lyfjahamp og mælti fyrir því þá var ekki einn einasti þingmaður eða þingflokkur sem studdi málið og ég ákvað að hætta við frumvarpið og berjast fyrir CBD. En núna í dag er þetta mjög breytt og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Ásmundur Friðriksson, er kominn fram með þingmál um lyfjahamp. Þannig að það hefur margt breyst á stuttum tíma.
Guðmundur Ingi Þóroddsson, annar þáttarstjórnanda og talsmaður skaðaminnkunar, rifjar þá upp að í kjölfar þess að hver sjúklingurinn á fætur öðrum hefur komið fram opinberlega til að segja sína sögu um gagnsemi kannabis í veikindunum þá fái hann reglulega símtöl frá sjúklingum þar sem hann er spurður hvort hann geti aðstoðað við að útvega lyfjahamp.
Umrætt þingmál Ásmundar um lyfjahamp í tilraunaskyni hefur verið til meðferðar hjá velferðarnefnd Alþingis og var síðast tekið fyrir á fundi í febrúar. Ólíklegt er talið að verði afgreitt úr nefndinni, til síðari umræðu og atkvæðagreiðslu fyrir þinglok. Það sé vegna andstöðu Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Í gær

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Í gær

Sparnaðurinn reyndist öryrkja dýrkeyptur

Sparnaðurinn reyndist öryrkja dýrkeyptur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“