Bandaríski leikarinn Viggo Mortensen er mikill stuðningsmaður Real Madrid og reynir að fylgjast með flestum leikjum liðsins.
Mortensen er leikari sem margir kannast við en hann lék til að mynda Aragorn í kvikmyndunum Lord of the Rings.
Að sögn Mortensen er vitleysa hjá Real að fá til sín Kylian Mbappe í sumar en hann er líklega á leið til félagsins frá Paris Saint-Germain.
Mortensen telur að Real þurfi ekki á þjónustu Mbappe að halda og að skiptin tengist aðeins forseta félagsins, Florentino Perez.
,,Real Madrid þarf ekki á Kylian Mbappe að halda. Þetta snýst bara um egó forsetans, Florentino Perez,“ sagði Mortensen.
,,Við erum með það sem við þurfum í Jude Bellingham og Rodrygo, þetta er algjör óþarfi.“
,,Hann hefði átt að koma til Real fyrir tveimur árum, í dag er það einfaldlega of seint.“