„Þetta snýst um að Pútín er hræddur. Ekki um að við séum hrædd við Pútín,“ sagði Sikorski á ráðstefnu um NATO og bætti við að hann „kunni að meta frumkvæði Macron Frakklandsforseta“.
Þar vísaði hann til Emmanuel Macron, Frakklandsforseta, sem lét þau ummæli falla í lok febrúar að hann útiloki ekki að NATO-hermenn verði sendir til Úkraínu.
Rússar brugðust ókvæða við þeim ummælum og Dmitry Peskov, talsmaður Kremlverja, sagði að óhjákvæmilegt væri að til átaka kæmi á milli Rússlands og NATO ef NATO sendir hermenn til Úkraínu.