En það hefur ekki þaggað niður í Macron og í síðustu viku ræddi hann aftur um málefni Úkraínu og gagnrýndi við það tækifæri frammistöðu Vesturlanda í stuðningnum við Úkraínu og óbeint gagnrýndi hann þau viðbrögð sem ummæli hans um að senda hermenn til Úkraínu hafa fengið.
„Á hverjum degi útskýrum við strategískar takmarkanir okkar á sama tíma og við stöndum andspænis andstæðingi sem er ekki með neinar slíkar takmarkanir . . . andi ósigurs vofir yfir,“ sagði Macron að sögn The Economist.
Orð hans má túlka í samhengi við það sem er að gerast í nágrannaríkinu Þýskalandi. Olaf Scholz, kanslari, var einna fyrstur til að hafna hugmynd Macron um að senda hermenn til Úkraínu. Þess utan hefur Scholz verið ófáanlegur til að láta Úkraínumenn fá Taurus-flugskeyti.
Frakkar hafa gengið lengra og látið Úkraínumenn fá Scalp-flugskeyti sem eru mjög sambærileg Taurus-flugskeytunum.
En hvað varðar heildarstuðning við Úkraínu þá hafa Þjóðverjar látið miklu meira af hendi rakna til Úkraínu en Frakkar sem eru raunar frekar neðarlega á listanum hvað varðar stuðninginn við Úkraínu.