fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fréttir

Guðbrandur hugsi: „Mér finnst það mjög skrýtið, þetta eru ekkert eðlileg vinnubrögð“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 12. mars 2024 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðbrandur Bogason, skólastjóri Ökuskólans í Mjódd, segir það merkilegt hversu vel útlendingum gengur að taka próf hér á landi þó þeir skilji ekki mikið í tungumálinu.

„Mér finnst það mjög skrýtið, þetta eru ekkert eðlileg vinnubrögð,“ segir Guðbrandur í samtali við Morgunblaðið í dag en tilefnið er fjöldi útlendinga sem tekið hefur svokölluð „harkarapróf“ hér á landi sem veitir rétt til aksturs leigubíla.

Bent er á það í umfjöllun Morgunblaðsins að námskeiðin fari fram á íslensku sem og prófin og því veki það furðu Íslendinga sem taka prófin hversu góðum árangri útlendingar nám sem þó kunna ekki stakt orð í íslensku. Guðbrandur segir við Morgunblaðið að skólinn hafi ekkert vald til að stoppa þetta og vinni verkefnið fyrir Samgöngustofu.

Guðbrandur er meðal annars spurður að því hvort það sé rétt að hægt sé að taka mynd af prófinu með símanum, senda hana og fá svör send jafnharðan. Hann segir að vissulega sé reynt að fylgjast með því og koma í veg fyrir það en útlendingar fá að nota símann vegna tungumálaerfiðleika og til að þýða orð í prófinu. „Ég er sammála því að þetta er á mjög gráu svæði,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi
Fréttir
Í gær

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar
Fréttir
Í gær

Stórfurðulegt skuldamál – Segjast hafa lánað konu í Hafnarfirði tugi milljóna samkvæmt munnlegu samkomulagi

Stórfurðulegt skuldamál – Segjast hafa lánað konu í Hafnarfirði tugi milljóna samkvæmt munnlegu samkomulagi
Fréttir
Í gær

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur segir Donald Trump sýna merki um elliglöp

Sérfræðingur segir Donald Trump sýna merki um elliglöp