„Mér finnst það mjög skrýtið, þetta eru ekkert eðlileg vinnubrögð,“ segir Guðbrandur í samtali við Morgunblaðið í dag en tilefnið er fjöldi útlendinga sem tekið hefur svokölluð „harkarapróf“ hér á landi sem veitir rétt til aksturs leigubíla.
Bent er á það í umfjöllun Morgunblaðsins að námskeiðin fari fram á íslensku sem og prófin og því veki það furðu Íslendinga sem taka prófin hversu góðum árangri útlendingar nám sem þó kunna ekki stakt orð í íslensku. Guðbrandur segir við Morgunblaðið að skólinn hafi ekkert vald til að stoppa þetta og vinni verkefnið fyrir Samgöngustofu.
Guðbrandur er meðal annars spurður að því hvort það sé rétt að hægt sé að taka mynd af prófinu með símanum, senda hana og fá svör send jafnharðan. Hann segir að vissulega sé reynt að fylgjast með því og koma í veg fyrir það en útlendingar fá að nota símann vegna tungumálaerfiðleika og til að þýða orð í prófinu. „Ég er sammála því að þetta er á mjög gráu svæði,“ segir hann.