fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Fréttir

Bandaríkin voru að sögn undirbúin undir það sem þykir „óhugsandi“ að gerist

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 12. mars 2024 04:17

Macron dælir fé í herinn. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hljómar skelfilega og eiginlega óhugsandi að kjarnorkuvopnum verði beitt í Evrópu. En ef marka má orð hins virta bandaríska fréttamanns Jim Sciutto, sem starfar hjá CNN, þá munaði ekki miklu að kjarnorkuvopnum yrði beitt í Evrópu sumarið 2022.

CNN skýrir frá þessu og vísar í bók Sciutto, sem heitir „The Return of Great Powers“, sem kemur út núna í dag. Á grundvelli upplýsinga frá heimildarmönnum, sem standa Joe Biden Bandaríkjaforseta nærri, skýrir hann frá því að Bandaríkjamenn hafi undirbúið sig undir það sem þótti „óhugsandi“.

Bandaríkjamenn höfðu fengið fjölda upplýsinga um að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, myndi þrýsta á hnappinn skelfilega og skjóta kjarnorkusprengju á Úkraínu.

„Þetta var ekki bara kenning. Þetta byggðist á upplýsingum sem við fengum,“ sagði einn heimildarmanna Sciutto og annar sagði: „Við neyddumst til að skipuleggja þetta þannig að staða okkar væri eins góð og hægt væri ef það sem ekki var lengur óhugsandi myndi gerast.“

Ástæðan fyrir þessum fyrirætlunum Pútíns var að Úkraínumönnum gekk vel á vígvellinum sumarið 2022. Þeir höfðu sótt hart að Rússum, sérstaklega í Kherson, og hrakið þá frá herteknum svæðum.

Nú er staðan önnur og það eru Rússar sem eru með yfirhöndina og hafa unnið nokkra smásigra að undanförnu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu
Fréttir
Í gær

Áhrifamaður í Bandaríkjunum segir hugsanlegt markmið Trump að hernema Ísland

Áhrifamaður í Bandaríkjunum segir hugsanlegt markmið Trump að hernema Ísland
Fréttir
Í gær

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú
Fréttir
Í gær

Íbúar logandi hræddir eftir að barnaníðingur flutti í bæinn – „Til skammar“

Íbúar logandi hræddir eftir að barnaníðingur flutti í bæinn – „Til skammar“
Fréttir
Í gær

Allt á suðupunkti eftir atburði næturinnar: „Staðan er alvarleg“

Allt á suðupunkti eftir atburði næturinnar: „Staðan er alvarleg“