fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Bubba finnst of langt gengið: „Látið hana í friði“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 11. mars 2024 11:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bubbi Morthens hefur blandað sér í umræðuna um málefni Söngvakeppninnar og Eurovision.

Mikið hefur verið fjallað um sigur Heru Bjarkar Þórhallsdóttur í Söngvakeppninni fyrir rúmri viku þar sem hún sló Bashar Murad ref fyrir rass í einvígi þeirra á milli.

Sjá einnig: Ósáttur við meðferðina á Heru: „Hér er fólk að slátra henni á samfélagsmiðlum“

Ýmsir hafa kallað eftir því að Hera hætti við að fara til Svíþjóðar til þátttöku í Eurovision þar sem Ísrael verður á meðal þátttakenda. Sjálf hafði Hera sagt að hún myndi fara til Svíþjóðar ef henni stæði það til boða.

Bubbi segir í færslu á Facebook-síðu sinni:

„Hera Björk vann þessa blessuða keppni. Hún ákvað að fara til Svíþjóðar og syngja, það er hennar val, óþarfi að pönkast í henni. Þó einhverjir séu ósammála líkar mér ekki hvernig fólk kemur fram við hana á samfélagsmiðlum. Hún tók þátt af heilindum og góðri trú. Látið hana í friði.“

Margir taka undir með Bubba og er Þórunn Erna Clausen og útvarpsmaðurinn Ívar Guðmundsson í þeim hópi. „Svo sammála,“ segir Ívar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Talaði Trump af sér?
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Ferðamenn fengu sér sopa en hefðu betur sleppt því – Fundu óhugnaðinn ofar í læknum

Ferðamenn fengu sér sopa en hefðu betur sleppt því – Fundu óhugnaðinn ofar í læknum
Fréttir
Í gær

Maður sem sat saklaus í fangelsi í 24 ár fyrir morð er á leið í fangelsi fyrir morð

Maður sem sat saklaus í fangelsi í 24 ár fyrir morð er á leið í fangelsi fyrir morð