fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Forsetaframbjóðandi tekur þátt í mottumars – „Saman erum við ennþá sterkari“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 4. mars 2024 19:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forsetaframbjóðandinn og björgunarsveitarmaðurinn Tómas Logi Hallgrímsson tekur þátt í mottumars. Það gerir hann til að styðja mikilvægt starf Krabbameinsfélagsins, enda snertir krabbamein okkur öll.

„Krabbamein snertir okkur öll og því miður getur einn af hverjum þremur Íslendingum reiknað með því að greinast með krabbamein einhvern tímann á ævinni. Það er með stærstu áskorunum sem fólk stendur frammi fyrir, bæði þeir sem veikjast og þeirra nánustu.

Ég vil gera mitt til þess að styðja við bakið á þeim sem þurfa að takast á við krabbamein, og beita mér gegn krabbameinum. Og við getu náð enn meiri árangri! Þess vegna ákvað ég að safna fyrir Krabbameinsfélagið.

Hvert og eitt okkar getur ekki breytt miklu en ég treysti Krabbameinsfélaginu til að vinna áfram af krafti til að bæta lífslíkur og lífsgæði fólks sem veikist af krabbameinum og koma í veg fyrir þau. Það gerir félagið með krabbameinsrannsóknum, með ráðgjöf og stuðningi, fræðslu og forvarnarvinnu.

Ég vil hjálpa til við það og býð þér að vera með mér! Saman erum við ennþá sterkari. Með stuðningi við félagið leggjum við okkar af mörkum til þess að ná enn betri árangri í baráttunni við krabbamein hér á landi. Hver króna skiptir máli. Bestu þakkir fyrir stuðninginn.“

Söfnunina má styrkja hér og þeir sem vilja leggja framboði Tómasar lið geta fundið nánari upplýsingar á Facebook-síðu framboðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Talaði Trump af sér?

Talaði Trump af sér?
Fréttir
Í gær

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur
Fréttir
Í gær

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Í gær

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir
Fréttir
Í gær

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“
Fréttir
Í gær

Selenskíj varpar ljósi á það hversu margir úkraínskir hermenn hafa fallið í stríðinu

Selenskíj varpar ljósi á það hversu margir úkraínskir hermenn hafa fallið í stríðinu