fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Pólverjar vara Bandaríkin við – Afleiðingarnar verða miklar – Líka fyrir ykkur

Ritstjórn DV
Föstudaginn 1. mars 2024 07:00

Pólskir lögreglumenn aðstoða úkraínska flóttamenn við komuna til Póllands. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru margir mánuðir síðan gríðarlega stór hjálparpakki til handa Úkraínu var frágenginn og tilbúinn til að vera samþykktur af þinginu. En það hefur ekki gerst því þingmenn Repúblikana í fulltrúadeildinni koma í veg fyrir að hjálparpakkinn verði afgreiddur frá deildinni.

Þeir hafa tengt pakkann við stöðuna á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og þar að auki hefur Donald Trump, sem hefur nú góð tök á Repúblikanaflokknum, látið andstöðu sína við pakkann í ljós. Þess utan hefur hann sáð efasemdum um stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu og NATO í framtíðinni.

En Bandaríkjamenn ættu að hugsa sig vel, bæði hvað varðar fortíðina og framtíðina. Þetta sagði Radoslaw Sikorski, utanríkisráðherra Póllands, í viðtölum við bandaríska fjölmiðla um síðustu helgi.

Hann benti á að aðeins einu sinni hafi reynt á fimmtu grein NATÓ-sáttmálans, sem kveður á um að árás á eitt aðildarríki jafngildi árás á þau öll, og það hafi verið vegna hryðjuverkaárásanna á Bandaríkin 11. september 2001. „Vegna beiðni Bandaríkjanna sendum við hersveit til Afganistan og þar á undan sendum við herdeild til Írak. Þegar verkefninu var lokið, sendum við ekki einu sinni reikning til Washington. Það var bandalagið sem hjálpaði Bandaríkjunum, ekki bara bandamennirnir,“ sagði Sikorski í samtali við CNN og bætti við að hik Bandaríkjanna geti haft alvarlegar afleiðingar.

„Frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu hafa Evrópuríki keypt bandarísk hergögn fyrir 90 milljarða dollara. Pólverjar hafa á aðeins lengra tímabili keypt hergögn fyrir 50 milljarða dollara: Apacheþyrlur, HIMARS, Abrams skriðdreka, F-35 orustuþotur. Við kaupum þetta ekki bara af því að búnaðurinn ykkar er góður, heldur einnig til að halda góðu sambandi við mikilvægasta bandamann okkar,“ sagði hann.

Í samtali við Bloomberg sagði hann að það muni hafa „alvarlegar afleiðingar“ fyrir Bandaríkin ef þau standa ekki við sitt og það muni hafa í för með sér að sum ríki muni fara aðrar leiðir og enn önnur muni koma sér upp kjarnorkuvopnum.

Hvað varðar Pólland þá vita Pólverjar vel hvað þeir vilja ekki: „Við ætlum ekki að verða rússnesk nýlenda á nýjan leik,“ sagði Sikorski.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Talaði Trump af sér?
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Ferðamenn fengu sér sopa en hefðu betur sleppt því – Fundu óhugnaðinn ofar í læknum

Ferðamenn fengu sér sopa en hefðu betur sleppt því – Fundu óhugnaðinn ofar í læknum
Fréttir
Í gær

Maður sem sat saklaus í fangelsi í 24 ár fyrir morð er á leið í fangelsi fyrir morð

Maður sem sat saklaus í fangelsi í 24 ár fyrir morð er á leið í fangelsi fyrir morð