fbpx
Miðvikudagur 28.maí 2025
Fréttir

Vill að Bashar keppi fyrir Íslands hönd í Eurovision – „Sýnum heiminum að við berjumst gegn þjóðarmorði!“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 29. febrúar 2024 17:00

Bashar kom fram í Vikunni árið 2019. Skjáskot RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þóra Bergný Guðmundsdóttir, arktitekt og hótelhaldari, mælir eindregið með því að Palestínumaðurinn Bashar Murad verði fulltrúi Íslands í Evrópsku söngvakeppninni og telur það sterkan leik í þeirri viðleitni að sýna Palestínumönnum stuðning í þeim stríðshörmungum sem yfir þá dynja.

Þetta kemur fram í aðsendri grein á Vísir.is. Þóra telur að baráttan fyrir sniðgöngu Íslands á keppninni sé töpuð en það geti verið sterkur leikur að senda Bashar:

 „Ég tel að það væri sterkur leikur að okkar framlag til hlaðborðsins í Svíþjóð að þar mætti einmitt fulltrúi hinna aðþrengdu og hrjáðu, listamaðurinn góði og Palestínumaðurinn Bashar Murad með flott lag og glæsilegan flutning, og fengi þannig að minna á tilvist og óbærilega þjáningu þjóðar sinnar.“

Þóra telur að sú niðurstaða að Bashar keppi fyrir Íslands hönd í keppninni sendi sterk skilaboð til stuðnings Palestínu. Hún gefur ekki mikið fyrir það sjónarmið að keppnin sé ópólítísk:

„Því rísa mörg þessari skemmtun til varnar og segja að þetta sé nú bara tónlist, ekki pólitík. Samt voru öll svo innilega sammála um, að eftir innrásina í Úkraínu væru Rússar ekki húsum hæfir í þessar tónlistar- og friðarveislu Evrópu.“

Þóra segir ennfremur:

„Við mín kristnu systkini sem halda því á lofti að við getum ekki sent einhvern ,,araba” í okkar nafni, vil ég segja, að Jesús, besti vinur barnanna kom frá Palestínu en þar eru börn, ofan á aðrar hörmungar, að deyja úr hungri þessi dægrin.

Sýnum nú hug, djörfung og dug og sýnum heiminum að við berjumst gegn þjóðarmorði!“

Sjá nánar hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Saka Festi um brot á sátt við Samkeppniseftirlitið og krefjast þess að fyrirtækið verið brotið upp

Saka Festi um brot á sátt við Samkeppniseftirlitið og krefjast þess að fyrirtækið verið brotið upp
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sæþór nýr leiðtogi Sósíalistaflokksins segir reynt að rústa mannorði hans með fölsuðu kynferðisspjalli við ólögráða unglingspilt

Sæþór nýr leiðtogi Sósíalistaflokksins segir reynt að rústa mannorði hans með fölsuðu kynferðisspjalli við ólögráða unglingspilt
Fréttir
Í gær

Birta sex sögur af „svörtum sauðum“ hjá hinu opinbera sem allir fengu milljónir í skaðabætur

Birta sex sögur af „svörtum sauðum“ hjá hinu opinbera sem allir fengu milljónir í skaðabætur
Fréttir
Í gær

Tapsár sósíalisti tók ísskápinn sem hann gaf flokknum tilbaka eftir að hans fólk tapaði kosningunum

Tapsár sósíalisti tók ísskápinn sem hann gaf flokknum tilbaka eftir að hans fólk tapaði kosningunum
Fréttir
Í gær

Rússar eru komnir með nýtt ofurvopn og Úkraínumenn fá það fljótlega

Rússar eru komnir með nýtt ofurvopn og Úkraínumenn fá það fljótlega
Fréttir
Í gær

Leigjandi flúði frá Funahöfða – „Þetta var martröð. Það voru pöddur út um allt, morandi“

Leigjandi flúði frá Funahöfða – „Þetta var martröð. Það voru pöddur út um allt, morandi“