Lögregluaðgerð stóð yfir á Brim Hótel við Skipholt laust fyrir kl. 13 í dag. Nokkrir lögreglumenn höfðu þá tekið sér stöðu í anddyri staðarins.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var staðnum lokað þar sem starfsleyfi var útrunnið. Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá á lögreglustöð 1, staðfestir þetta í samtali við DV.
„Ég get staðfest að viðkomandi stað hafi verið lokað,“ segir Unnar. Segir Unnar að starfsleyfið hafi verið útrunnið. „Gestum var gert að fara af hótelinu,“ segir hann ennfremur en aðspurður segir hann að gestir hafi verið fáir.
„Það er bara þannig að ef viðkomandi staður er ekki með rekstrarleyfi þá ber honum að hætta strax starfsemi. Það er alveg skýrt í lögunum.“
DV náði sambandi við Sverri Einar Eiríksson, eiganda Brims Hótels, á sjötta tímanum í dag. Hann segir að hótelið verði opnað aftur á næstu dögum: