fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Yfirmaður Svartahafsflotans geldur fyrir góðan árangur Úkraínumanna

Ritstjórn DV
Mánudaginn 19. febrúar 2024 04:30

Viktor Sokolov Mynd/Reuters

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viktor Sokolov, aðmíráll og nú fyrrum yfirmaður Svartahafsflota Rússa, er maður umleikinn dulúð. Ekki er langt síðan að því var haldið fram að hann væri dáinn. En skömmu síðar birtist hann í myndbandsupptöku frá rússneska varnarmálaráðuneytinu.

Nýjustu tíðindin af honum eru að honum hefur verið vikið úr embætti yfirmanns Svartahafsflota Rússa. Þetta segir breska varnarmálaráðuneytið vera mun líklegra en fyrri fréttir af honum. Rússnesk yfirvöld hafa þó ekki staðfest að honum hafi verið vikið úr embættinu.

Líklega var Sokolov rekinn úr embættinu vegna góðs árangurs Úkraínumanna í Svartahafi en þeim hefur tekist að sökkva og skemma fjölda rússneskra herskipa og einn kafbát. Breska varnarmálaráðuneytið segir einnig að ekki sé útilokað að stjórnunarstíll hans hafi einnig átt hlut að máli varðandi starfsmissinn.

Bretarnir telja líklegt að næstráðandi hans, Serhei Pyntjuk, hafi tekið við sem yfirmaður Svartahafsflotans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin