fbpx
Laugardagur 24.maí 2025
Fréttir

Segir Ísland þurfa að huga að öryggi sínu vegna Rússa – „Þetta eru skýr merki um breytt­an veru­leika“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 19. febrúar 2024 10:00

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta eru skýr merki um breytt­an veru­leika sem þrýst­ir á um að við verðum að vera á varðbergi. Við þurf­um að huga að ör­yggi okk­ar og vörn­um,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.

Þorgerður skrifar aðsenda grein um málefni Rússlands og NATO í Morgunblaðið í dag þar sem hún hvetur til þess að farið verði í endurmat á stöðu Íslands á þessum viðsjárverðu tímum.

„Á sama tíma og Don­ald Trump er upp­tek­inn við að grafa und­an Nató halda Rúss­ar áfram myrkra­verk­um sín­um í Úkraínu. Sam­hliða þessu senda Rúss­ar ýmis önn­ur ógn­andi skila­boð sem und­ir­strika andúð þeirra á frelsi, mannréttindum og lýðræði. Í hringiðu þessa mis­kunn­ar­leys­is þeirra er séð til þess að Navalní, helsti and­ófsmaður Putíns, er drep­inn,“ segir Þorgerður og nefnir fleiri atriði máli sínu til stuðnings, til dæmis handtökuskipun Rússa á Kaju Kallas for­sæt­is­ráðherra Eist­lands. Allt skuli gert til að ýta und­ir ótta og glundroða inn­an Evr­ópu.

Ógn við öryggi okkar

„Þeim sem standa uppi í hár­inu á Putín er ógnað og hótað. Og þaðan af verra. En við þessu hafa ná­granna­ríki Rússa, eins og Eystra­salts­rík­in, varað í ár­araðir.“

Þorgerður bendir á að Viðreisn hafi strax í upphafi innrásar Rússa í Úkraínu lagt til að við mótuðum varn­ar­stefnu. Flestar af okkar nágrannaþjóðum hafi farið í slíkt endurmat á vörnum og öryggi. Segir Þorgerður að stjórn­ar­flokk­arn­ir hafi verið treg­ir og ekki talið ástæðu til.

„Þegar yf­ir­lýs­ing­ar Trumps verða nú dig­ur­barka­legri gagn­vart Nató er það ógn við ör­yggi okk­ar. Hann tel­ur enga ástæðu til að virða grunn­reglu Natósáttmálans; að árás á eitt Natóríki jafn­gildi árás á þau öll. Og ógn­in verður enn verri ef þessi maður verður Banda­ríkja­for­seti á ný. Það er hætt við því.“

Vill taka málið upp í utanríkismálanefnd

Þorgerður segir að Íslendingar ættu auðvitað að koma skýrum skilaboðum til Rússa og mótmæla harðlega viður­styggi­legri meðferð þeirra á Navalní.

„Og við eig­um líka að koma á fram­færi mót­mæl­um okk­ar gegn þeirri handtökuskipun sem þeir hafa gefið út á hend­ur lýðræðis­lega kjörn­um ráðherr­um okk­ar vinaþjóðar.“

Þorgerður segir ekki síður mikilvægt að fara í endurmat á stöðu Íslands á þessum breyttu tímum.

„Við hljót­um að spyrja okk­ur meðal ann­ars hvort við get­um raun­veru­lega treyst á tví­hliða varn­ar­samn­ing okk­ar við Banda­rík­in. Sér í lagi ef Trump verður for­seti, með þau viðhorf sem hann hef­ur. Og hvernig mun Nató þá þró­ast? Ný­leg fram­ganga full­trúa­deild­ar Banda­ríkjaþings hlýt­ur einnig að vekja okk­ur til um­hugs­un­ar þegar kem­ur að því að verja frelsi og lýðræði vinaþjóða. Þetta allt þarf að fara yfir. Það hlýt­ur í öllu falli að vera til gaum­gæfi­legr­ar skoðunar hvaða sviðsmynd­ir blasa við okk­ur Íslend­ing­um hvað viðkemur vörn­um og ör­yggi. Þetta vil ég fara yfir í ut­an­rík­is­mála­nefnd,“ segir Þorgerður og bætir við að við eigum að nýta fullveldi okkar og rödd á alþjóðavísu.

„Það ger­um við best með dygg­um stuðningi og fullri þátt­töku í vest­rænu sam­starfi. Hvort sem það er á veg­um Nató, ESB eða Norður­land­anna. Á öll­um þeim víg­stöðvum þurf­um við að dýpka sam­starfið. En við þurf­um auðvitað líka að vinna okk­ar heima­vinnu. Ein­feldni verður þá að vera ýtt út af borðinu. Í mín­um huga er nauðsyn­legt að Evr­ópa standi enn frek­ar sam­an til að verja frið, frelsi og okk­ar dýr­mæta lýðræði. Á end­an­um stönd­um við frammi fyr­ir spurn­ing­unni: Í hvaða liði vilj­um við vera?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjálfstæðisflokkurinn kominn undir 19 prósent – Stjórnarandstöðuflokkarnir tapa allir fylgi

Sjálfstæðisflokkurinn kominn undir 19 prósent – Stjórnarandstöðuflokkarnir tapa allir fylgi
Fréttir
Í gær

Ása Lind um átökin í Sósíalistaflokknum – „Peningar gera fólk oft brjálað“

Ása Lind um átökin í Sósíalistaflokknum – „Peningar gera fólk oft brjálað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bretar vilja gelda alla nauðgara og barnaníðinga með lyfjum – Tilraunaverkefni hafið í 20 fangelsum

Bretar vilja gelda alla nauðgara og barnaníðinga með lyfjum – Tilraunaverkefni hafið í 20 fangelsum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu en að vinna stóra vinninginn í Euro Jackpot

Segir 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu en að vinna stóra vinninginn í Euro Jackpot