fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fréttir

Maður gekk berserksgang á Þorrablóti Hafnarfjarðar og slasaði gesti

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 17. febrúar 2024 18:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt traustum heimildum DV gekk maður berserksgang á Þorrablóti Hafnarfjarðar laugardaginn 10. febrúar, kastaði borði og stólum í gesti í sal, hélt þar næst út á bílaplan og kastaði skilti í bíl.

Að minnsta kosti tveir gestir á skemmtuninni urðu að leita á bráðamóttöku eftir berserksgang mannsins. Hlaut önnur konan alvarlega áverka á hendi og þurfti að flytja hana með sjúkrabíl á bráðamóttöku. Er þar um að ræða eldri konu sem vinnur með höndunum. Hin konan sem DV veit til að slasaðist í æðiskasti mannsins var marin og bólgin eftir ofbeldi hans.

Fjölmörg vitni voru að athæfi mannsins og hafa einhverjir sem urðu fyrir ofbeldi hans óskað eftir að komast í samband við vitni að uppákomunni. Maðurinn var á meðal gesta á skemmtuninni og má teljast vera í nokkuð virtri stöðu í samfélaginu.

Þorrablótið var haldið í Íþróttahúsinu að Ásvöllum og var mikið um dýrðir. Meðal þeirra sem skemmtu voru Stuðbandið, Eyþór Ingi, Auðunn Blöndal, Steindi og Sigga Beinteins.

Knattspyrnufélagið Haukar hafði umsjón með þorrablótinu. DV hefur ekki náð í framkvæmdastjóra Hauka vegna málsins en í svari við fyrirspurn á Facebook-síðu viðburðarins er gefið upp símanúmer Hauka. Þar svarar ekki í síma.

Fréttin verður uppfærð ef frekari upplýsingar berast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný könnun sýnir djúpa gjá á milli vestur- og austurhluta Reykjavíkur – Sjálfstæðisflokkurinn höfðar ekki til ungra kjósenda

Ný könnun sýnir djúpa gjá á milli vestur- og austurhluta Reykjavíkur – Sjálfstæðisflokkurinn höfðar ekki til ungra kjósenda
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Taldi sig vera í ástarsambandi við Chat GPT botta – Réðist á lögreglumenn og var skotinn til bana

Taldi sig vera í ástarsambandi við Chat GPT botta – Réðist á lögreglumenn og var skotinn til bana