fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Áhrifavaldur ákærður fyrir ummæli sín um hryðjuverkaárás Hamas í Ísrael 7. október

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 15. febrúar 2024 07:00

Hamasliðar myrtu fjölda ungmenna sem voru á tónlistarhátíð í Ísrael.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag verður ákæra á hendur dönskum áhrifavaldi tekin fyrir hjá undirrétti í Kaupmannahöfn. Áhrifavaldurinn, sem er með um 80.000 fylgjendur, er ákærður fyrir ummæli sem hann lét falla um hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael þann 7. október síðastliðinn.

Áhrifavaldurinn, sem er karlmaður, birti myndband á Snapchatprófíl sínum á tímabilinu 7. til 13. október þar sem hann tjáði sig um hryðjuverkið.

Að mati ákæruvaldsins eru ummælin viðurkenning á hryðjuverkinu og þar með refsiverð.

Í ákærunni kemur fram að meðal þess sem maðurinn sagði var: „Það býr fólk þarna niður frá sem er ekki enn búið að kljúfa í tvennt. En 250 manns, það er ekki svo slæmt.“

Ríkissaksóknari segir að ummælin hafi verið sett fram á prófíl mannsins á Snapchat og hafi þannig getað náð til mikils fjölda fylgjenda hans.

Ákæruvaldið krefst þess að hann verði dæmdur til fangelsisvistar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin