fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Svona ætlar „Snæhlébarðinn“ að snúa gangi stríðsins Úkraínu í vil

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 13. febrúar 2024 04:36

Úkraínskir hermenn í vetrarklæðnaði. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fimmtudag í síðustu viku var verst varðveitta leyndarmál úkraínsku ríkisstjórnarinnar og Zelenskyy, forseta, opinbert. Þá var Valerii Zaluzhny, yfirmaður hersins, rekinn úr starfi og við tók Oleksandr Syrskyi, ofursti. Hann er oft kallaður „Snæhlébarðinn“ en það viðurnefni fékk hann 2014 þegar hann stýrði aðgerðum úkraínska hersins gegn aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu. Þóttu aðferðir hans einkennast af varkárni, lævísi og hugrekki, eins og hlébarðinn er þekktur fyrir.

Þegar Zelenskyy tilkynnti um breytingarnar sagði hann að ástæðan væri að hernum hefði mistekist að ná markmiðum sínum gegn rússneska innrásarhernum.

Staðan núna er mjög slæm fyrir úkraínska herinn á vígvellinum. Hann skortir flugskeyti, fallbyssukúlur og hermenn. Á sama tíma hafa Rússar aukið vopnaframleiðslu sína mikið og Pútín hefur í raun látið efnahagslífið skipta um ham og fara yfir í stríðsefnahag.

Syrskyi stendur því frammi fyrir flóknu verkefni sem getur haft afgerandi áhrif á hvernig stríðið endar.

Á föstudaginn kynnti hann þrjú forgangsverkefni sem eiga að snúa stríðsgæfunni Úkraínu í vil.

Í færslu á Telegram skrifaði hann að fyrsta verkefnið sé að tryggja „skýra og nákvæma“ áætlun um hvernig hersveitirnar í fremstu víglínu fái það sem þær þurfa, vopn og skotfæri, til að sigra rússneska innrásarherinn. Hann skrifaði að mikilvægasta verkefnið varðandi birgðaflutninga hersins sé að tryggja að hermenn í fremstu víglínu fái fljótt það sem þeir þurfa og að birgðunum sé dreift á rökréttan hátt. Þetta fer vel saman við ósk Zelenskyy um að ný yfirstjórn hersins leysi þau vandamál sem hafa verið með birgðaflutninga og tryggi „sanngjarna deilingu vestrænna vopna til fremstu víglínanna“.

Annað af verkefnunum er að viðhalda jafnvægi hvað varðar stríðsaðgerðir, endurnýjun hersveita og enn meiri þjálfun því „líf og heilsa hermannannna hafi alltaf verið það mikilvægasta hjá úkraínska hernum“. Kyiv Independent segir að þessi orð hans hljómi undarlega í eyrum margar Úkraínubúa því Syrskyi er þekktur fyrir mikinn aga sem hefur fært honum viðurnefnið „Slátrarinn“.

Þriðja forgangsverkefnið er síðan að taka nýja tækni í notkun, til dæmis sjálfvirk vopnakerfi og nútímabúnað til að stunda rafrænan hernað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala