fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

Össur Kristinsson er látinn

Ritstjórn DV
Föstudaginn 9. febrúar 2024 07:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Össur Kristinsson stoðtækjafræðingur er látinn, áttræður að aldri. Össur lést á Landspítalanum þann 6. febrúar síðastliðinn. Greint er frá andláti hans í Morgunblaðinu í dag.

Össur ólst upp í Laugarneshverfinu, en hann fæddist með stuttan fót og fékk því snemma áhuga á stoðtækjum. Hann lærði stoðtækjasmíði Stokkhólmi og eftir átta ár þar flutti hann heim til Íslands og ári síðar stofnaði hann stoðtækjafyrirtækið Össur.

Í Morgunblaðinu er rifjað upp að eftir margra ára þróunarvinnu hafi vendipunktur í rekstri fyrirtækisins verið þegar Össur fann upp sílikonhulsuna. Velta fyrirtækisins margfaldaðist upp úr 1990 og var fyrirtækið skráð á hlutabréfamarkað hér á landi árið 1999 og í dönsku kauphöllina tíu árum síðar.

Össuri var fleira til lista lagt en smíði stoðtækja því hann hannaði einnig nýja tegund af bátsskrokki og kili. Stofnaði hann fyrirtækið Rafnar árið 2005 og seldi hann stuttu síðar hluti sína í Össuri.

Eiginkona Össurar var Björg Rafnar læknir en hún lést árið 2017. Börn þeirra eru Bjarni og Lilja, barnabörnin eru fimm og langafabörnin þrjú.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Opnað fyrir tilnefningar vegna Viðurkenningarhátíðar FKA 2026

Opnað fyrir tilnefningar vegna Viðurkenningarhátíðar FKA 2026
Fréttir
Í gær

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppsagnir á ritstjórn Morgunblaðsins

Uppsagnir á ritstjórn Morgunblaðsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar