fbpx
Fimmtudagur 22.maí 2025
Fréttir

Kristín: „Skaðinn er skeður, þetta eru mjög vondar fréttir“ – Mjög hefur dregið úr kraftinum í gosinu

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 8. febrúar 2024 13:22

Kristín Jónsdóttir. Mynd: Skjáskot/RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri hjá Veðurstofu Íslands, segir flest benda til þess að hrauntungan sem tók í sundur stofnlögn fyrir heitt vatn haldi áfram að flæða til vesturs.

Kristín var í beinni útsendingu í aukafréttatíma Sjónvarps í hádeginu þar sem hún fór yfir málið.

Sjá einnig: Mjög mikilvægt fyrir íbúa Suðurnesja að spara heita vatnið – Svartasta sviðsmyndin orðin að veruleika

„Þetta er því miður vond sviðsmynd sem er að raungerast hér og afar sorgleg tíðindi að þessi mikla æð sé farin,“ sagði Kristín.

Aðspurð hver þróunin getur orðið segir Kristín að hrauntungan haldi áfram að flæða til vesturs.

„Hún er búin að valda miklum skaða nú þegar. Það er líklegt að hraun haldi áfram að safnast saman þarna vestan við þar sem þessi lína liggur, þessi háspennulögn. Skaðinn er skeður, þetta eru mjög vondar fréttir,“ segir Kristín en Víðir Reynisson, sviðsstjóri hjá Almannavörnum, sagði í fréttum Stöðvar 2 í hádeginu að rafmagns- og kaldavatnslagnir séu líka í hættu.

Sjá einnig: Víðir segir að rafmagnið og kalda vatnið séu líka í hættu

Kristín sagði að hraunrennslið í morgun hafi verið óvenju hratt og telur hún að hraunið haldið áfram að teygja sig í vestur og til suðvesturs með fram varnargarðinum sem þar er.

Sjálf telur Kristín allar líkur á að gosið verði ekki mjög langlíft og standi tiltölulega stutt yfir, eins og gosin í desember og janúar. Líklegast sé að gosinu verði lokið eftir nokkra daga.

Í nýrri Facebook-færslu Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands kemur fram að mjög hafi dregið úr framleiðslu í gosinu síðasta klukkutímann.

„Mikill munur er á strókavirkninni og hefur hún nær alveg fallið niður á stórum hluta gossprungunnar. Meðfylgjandi myndir voru teknar með um 50 min millibili og sýna breytinguna vel. Samhliða þessu ætti ekki langur tími að líða þar til breytinga verður vart á hrauntungunni sem valdið hefur öllu tjóninu í dag. Haldi þetta áfram er ljóst að goshegðunin er mjög lík því sem sást í gosunum tveimur í desember og janúar. Mikill kraftur á fyrstu klukkutímunum, en eftir það dregur hratt úr þeim og goslok verða innan örfárra daga.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Haukur skammaði Úlfar: Misboðið vegna ummæla í Morgunblaðinu

Haukur skammaði Úlfar: Misboðið vegna ummæla í Morgunblaðinu
Fréttir
Í gær

Blikkaði Trump fyrst í tollastríðinu við Kínverja?

Blikkaði Trump fyrst í tollastríðinu við Kínverja?
Fréttir
Í gær

Elínborg er kvíðin: „Sonur minn er talinn hættulegur sjálfum sér og öðrum“

Elínborg er kvíðin: „Sonur minn er talinn hættulegur sjálfum sér og öðrum“
Fréttir
Í gær

FBI-uppljóstrari segir að rússneska leyniþjónustan hafi reynt að tæla Elon Musk með kynlífi og dópi

FBI-uppljóstrari segir að rússneska leyniþjónustan hafi reynt að tæla Elon Musk með kynlífi og dópi
Fréttir
Í gær

Ein manneskja lét lífið í sprengingu í íbúðarhúsnæði á Tenerife

Ein manneskja lét lífið í sprengingu í íbúðarhúsnæði á Tenerife
Fréttir
Í gær

Kvalin af verkjum í þrjú ár en VÍS gaf sig ekki og neitaði að borga

Kvalin af verkjum í þrjú ár en VÍS gaf sig ekki og neitaði að borga