fbpx
Miðvikudagur 21.maí 2025
Fréttir

Þegar úkraínsku sjávardrónarnir gerðu árás í skjóli nætur voru örlög rússnesku korvettunnar ráðin – Myndband

Ritstjórn DV
Mánudaginn 5. febrúar 2024 04:34

Ivanovet. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneska herskipið birtist við sjóndeildarhringinn eins og stórt skrímsli á úfnu hafinu. Á meðan sikksökkuðu úkraínskir sjávardrónar í átt að því til að reyna að forðast varnarkerfi þess. Drónarnir stefnu á galopið sár á skrokk skipsins en í því sáust vel skemmdir málmhlutar og leiðslur.

Ekki leið á löngu þar til einn úkraínskur sjávardróni hæfði skipið og upp gaus mikið eldhaf. Rússnesk korvetta, sem kostaði sem svarar til 10 milljarða íslenskra króna, varð að eldhafi. Hún hét Ivanovet.

Þetta gerðist aðfaranótt fimmtudags í Donuzlav flóa sem er við Krímskaga sem er hersetinn af Rússum. Margir erlendir fjölmiðlar hafa skýrt frá þessu síðustu daga.

Rússneski herbloggarinn Voenkor Kotenko skrifaði á Telegram að rússneska korvettan hafi sokkið eftir að þrír úkraínskir sjávardrónar hæfðu það.

Af myndum að ráða var um korvettu af gerðinni Tarantul eða Project 12411 að ræða. BBC segir að það kosti sem svarar til um 10 milljarða íslenskra króna að smíða eitt slíkt skip.

Drónaárásin var vel samhæfð en sex sjávardrónar voru notaðir við hana að sögn úkraínska hersins. Það var sérsveit, sem gengur undir nafninu Group 13, sem gerði árásina. Í færslu á Telegram sagði úkraínska varnarmálaráðuneytið að drónar hafi hæft skrokk korvettunnar sem hafi ekki verið siglingafær á eftir og hafi síðan sokkið. Það sagði einnig að björgunaraðgerð Rússa á vettvangi hafi misheppnast.

Olexander Scherba, embættismaður hjá úkraínska hernum, sagði árásina vera „áhrifamikla“. Hann sagði að fyrsti dróninn hafi hæft skipið klukkan 03.45 og klukkan 04 hafi öll áhöfnin verið búin að yfirgefa það. Það hafi því ekki verið nokkur möguleiki á að hægt hefði verið að bjarga skipinu.

Samkvæmt því sem miðillinn The Warzone segir þá átti árásin sér stað rúmlega 200 kílómetra frá næstu úkraínsku höfn en líklega voru drónarnir sjósettir frá móðurskipi mun nær skotmarkinu.

Sérfræðingar telja líklegt að drónunum hafi verið stýrt í gegnum gervihnött.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá upptöku frá úkraínska hernum af árásinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kvalin af verkjum í þrjú ár en VÍS gaf sig ekki og neitaði að borga

Kvalin af verkjum í þrjú ár en VÍS gaf sig ekki og neitaði að borga
Fréttir
Í gær

Þekktar systur andmæla Airbnb-frumvarpi Hönnu Katrínar

Þekktar systur andmæla Airbnb-frumvarpi Hönnu Katrínar