fbpx
Miðvikudagur 21.maí 2025
Fréttir

Krefjast handtöku nokkurra Rússa vegna hryðjuverks í NATO-ríki

Ritstjórn DV
Mánudaginn 5. febrúar 2024 07:00

Sprenging við skotfærageymslu í Búlgaríu 2008. Skjáskot/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Búlgarskir saksóknarar hafa gefið út alþjóðlega handtökuskipun á hendur sex rússneskum ríkisborgurum sem eru grunaðir um að standa á bak við dularfullar sprengingar sem eyðilögðu nokkrar skotfærageymslur hersins á árunum 2011 til 2020.

Nöfn Rússana hafa ekki verið birt opinberlega en rannsóknarmiðlinum Bellingkat hefur tekist að rekja þræðina til leyniþjónustu rússneska hersins, GRU, í tengslum við sprengingu við eina vopnageymslu. Rétt er að hafa í huga að Búlgaría er meðlimur í NATO.

Samkvæmt handtökuskipuninni eru öll aðildarríki ESB skyldug til að handtaka Rússana sex. Þeir eru grunaðir um hryðjuverk.

Í tilkynningu frá saksóknurum segir að „það liggi fyrir að sex rússneskir ríkisborgarar hafi heimsótt Búlgaríu og notað fölsuð persónuskilríki“. Þeir hafi tekið þátt í að sprengja framleiðslu vopnaverksmiðju í loft upp.

Rússarnir eru sagðir tengjast fjórum aðskildum atburðum. Sá fyrsti átti sér stað 2011 en þá sprakk skotfærageymsla nærri bænum Lovnidol,, sem er í norðurhluta landsins, í loft upp.

2015 sprakk lagerhúsnæði í bænum Iganovo, sem er í miðhluta landsins, en í því voru skotfæri framleidd og geymd. Síðar á þessu sama ári sprakk skotvopnaverksmiðja í bænum einnig.

Nýjasti atburðurinn átti sér stað 2020 þegar geymsla við skotfæraverksmiðju í Maglizh sprakk.

Jótlandspósturinn segir að auk fyrrgreinda atburða hafi dularfullir atburðir átt sér stað við fleiri skotfæraverksmiðjur og skotfærageymslur í Búlgaríu síðan 2011. Síðast í júní á síðasta ári þegar eldur kom upp í skotfærageymslu í eigu búlgarska fyrirtækisins EMCO. Ári áður komu einnig upp eldur í sama húsi og orsakaði sprengingu. EMCO átti stóran hluta þeirra skotfæra sem sprungu í Lovnidol 2011. Eigandi fyrirtækisins er búlgarski vopnasalinn Emilian Gebrev.

Rannsóknarmiðillinn The Insider segir að Gebrev selji mikið af gömlum skotfærum, sem voru framleidd á tíma Sovétríkjanna, en þau eru mjög eftirsótt af löndum eins og Georgíu og Úkraínu.

Árið 2015 veiktist hann skyndilega og féll í dá eftir að hafa snætt hádegisverð með viðskiptavinum í Sofíu, höfuðborg Búlgaríu. Skömmu síðar veiktist sonur hans sem og framleiðslustjóri EMCO. Þeir náðu sér allir þrír.

Bellingcat segir að foringjar rússnesku leyniþjónustunnar GRU hafi verið í Sofíu á þessum tíma. Einn þeirra var einnig í Bretlandi þegar rússneskir leyniþjónustumenn eitruðu fyrir Sergei Skripal, fyrrum liðsmanni rússnesku leyniþjónustunnar, og dóttur hans með taugaeitrinu Novichok sumarið 2018.

Þrír Rússar hafa verið ákærðir fyrir morðtilraun á Gebrev, syni hans og framleiðslustjóranum. Gebrev er sjálfur „100% viss um“ að GRU hafi staðið á bak við veikindin og skemmdarverkin á vopnageymslum hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kvalin af verkjum í þrjú ár en VÍS gaf sig ekki og neitaði að borga

Kvalin af verkjum í þrjú ár en VÍS gaf sig ekki og neitaði að borga
Fréttir
Í gær

Þekktar systur andmæla Airbnb-frumvarpi Hönnu Katrínar

Þekktar systur andmæla Airbnb-frumvarpi Hönnu Katrínar