Hann sagði þetta í samtali við Dagbladet. Hann sagði að Trump vilji breyta öllu sem Biden hefur gert. Biden hafi eflt NATO og þess vegna vilji Trump draga Bandaríkin út úr NATO. „Ef Bandaríkin draga sig út úr NATO eru dagar NATO taldir. Bandalagið er algjörlega háð pólitískri og hernaðarlegri forystu Bandaríkjanna,“ sagði hann.
Það eru engin ný tíðindi að samband Trump og NATO sé erfitt og það kom berlega í ljós þegar hann var forseti.
Snemma í janúar skýrði Thierry Breton, sem situr í framkvæmdastjórn ESB, Evrópuþinginu frá orðaskiptum Trum og Ursula van der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, árið 2020.
„Þú verður að skilja að ef ráðist verður á Evrópu munum við aldrei koma ykkur til hjálpar eða styðja ykkur,“ sagði Trump að sögn Politico og bætti við: „NATO er dautt og við munum segja skilið við NATO.“