Sky News skýrir frá þessu og segir að breska varnarmálaráðuneytið vilji hvorki staðfesta þetta né neita. Segir miðillinn að háttsettir aðilar beggja meginn Atlantsáls hafi hvatt til þess að NATO auki viðbúnað sinn vegna hugsanlegs stríðs við Rússland.
Liður í þessari styrkingu viðbúnaðar sé að koma kjarnorkuvopnum fyrir á Englandi. Eru sprengjurnar sagðar vera þrisvar sinnum öflugri en sú sem var varpað á Hiroshima í síðari heimsstyrjöldinni.
Talið er að sprengjurnar séu B61-12 sprengjur en þeim er hægt að skjóta frá orustuþotum.
The Telegraph segir að flutningur vopnanna til Bretlands sé hluti af áætlun NATO um að „þróa og uppfæra kjarnorkuviðbúnað“ sinn í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu.