fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fréttir

Bandaríkin ætla að koma kjarnorkuvopnum fyrir í Suffolk á Englandi

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 1. febrúar 2024 08:30

Macron dælir fé í herinn. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarísk yfirvöld ætla að koma kjarnorkuvopnum fyrir í flugstöð breska flughersins í Suffolk á Englandi. Þetta er liður í undirbúningi fyrir hugsanleg átök Rússa og NATO. Bandaríkjamenn hafa ekki verið með kjarnorkuvopn á Bretlandseyjum síðan 2008.

Sky News skýrir frá þessu og segir að breska varnarmálaráðuneytið vilji hvorki staðfesta þetta né neita. Segir miðillinn að háttsettir aðilar beggja meginn Atlantsáls hafi hvatt til þess að NATO auki viðbúnað sinn vegna hugsanlegs stríðs við Rússland.

Liður í þessari styrkingu viðbúnaðar sé að koma kjarnorkuvopnum fyrir á Englandi. Eru sprengjurnar sagðar vera þrisvar sinnum öflugri en sú sem var varpað á Hiroshima í síðari heimsstyrjöldinni.

Talið er að sprengjurnar séu B61-12 sprengjur en þeim er hægt að skjóta frá orustuþotum.

The Telegraph segir að flutningur vopnanna til Bretlands sé hluti af áætlun NATO um að „þróa og uppfæra kjarnorkuviðbúnað“ sinn í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin