fbpx
Þriðjudagur 20.maí 2025
Fréttir

Ingunn lætur Norðmenn og Breta finna fyrir því í dag

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 31. janúar 2024 10:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Noregi og í Bretlandi eru við öllu búin vegna vonskuveðurs sem gera má ráð fyrir að skelli á í dag. Rauðar viðvaranir eru í gildi á nokkrum svæðum í Noregi og þá hefur lestarferðum á Bretlandseyjum verið aflýst.

Um er að ræða óveður sem norska veðurstofan hefur gefið nafnið Ingunn og eru rauðar og appelsínugular viðvaranir í gildi víða. Þannig er rauð viðvörun í gildi í Lófóten, eyjaklasa í norðvesturhluta Noregs sem er rómaður fyrir náttúrufegurð sína. Þá má búast við vonskuveðri á svæðinu frá Bodö og suður til Þrándheims og jafnvel enn sunnar.

Jon Austrheim, veðurfræðingur á norsku veðurstofunni, segir við VG að veðurspár virðist ætla að rætast og hætta sé á foktjóni víða. Í bland við mikinn vind megi gera ráð fyrir snjókomu eða slyddu og því viðbúið að færð verði erfið víða. Á strandsvæðum megi að auki gera ráð fyrir mikilli ölduhæð.

Bretar munu fá sinn skerf af óveðinu og á það einkum við um norðurhluta Bretlandseyja, norðurhluta Englands og allt Skotland til dæmis. Gular viðvaranir eru í gildi þar og má gera ráð fyrir að versta veðrinu sloti undir kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Pósturinn með góðan árangur í alþjóðlegu sjálfbærnisamstarfi

Pósturinn með góðan árangur í alþjóðlegu sjálfbærnisamstarfi
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

„Þarf íþróttahreyfingin virkilega að fórna ímynd sinni og forvarnarhlutverki fyrir skammtímafjárhagslegan ávinning?“

„Þarf íþróttahreyfingin virkilega að fórna ímynd sinni og forvarnarhlutverki fyrir skammtímafjárhagslegan ávinning?“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Þurftu að aflífa tvo hross í Hornafirði – „Við verðum að beita aflífun ef dýr er komið á þann stað að ekki er talið að hægt sé að bjarga þeim“

Þurftu að aflífa tvo hross í Hornafirði – „Við verðum að beita aflífun ef dýr er komið á þann stað að ekki er talið að hægt sé að bjarga þeim“
Fréttir
Í gær

Óprúttnir aðilar hafa undanfarnar vikur haft um 100 milljónir af fólki og fyrirtækjum á Íslandi – lögreglan segir að svona beri svikararnir sig að

Óprúttnir aðilar hafa undanfarnar vikur haft um 100 milljónir af fólki og fyrirtækjum á Íslandi – lögreglan segir að svona beri svikararnir sig að
Fréttir
Í gær

Vill að HÍ veiti bandarískum fræðimönnum skjól

Vill að HÍ veiti bandarískum fræðimönnum skjól
Fréttir
Í gær

Nara Walker um fangelsisvistina á Íslandi eftir að hún beit tungu eiginmannsins í sundur – „Allt í einu var lögreglan komin og ég var í losti“

Nara Walker um fangelsisvistina á Íslandi eftir að hún beit tungu eiginmannsins í sundur – „Allt í einu var lögreglan komin og ég var í losti“