fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fréttir

Vaxandi dulúð – Náðu Úkraínumenn hægri hönd Pútíns?

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 30. janúar 2024 04:20

Valeri Gerasimov

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er rúmlega mánuður síðan Valeri Gerasimov, æðsti herforingi rússneska hersins, sást síðast opinberlega. Margir erlendir fjölmiðlar hafa velt því upp að undanförnu hvort hann hafi verið drepinn í flugskeytaárás Úkraínumanna á rússneska stjórnstöð á Krím þann 4. janúar.

Undir fyrirsögninni „Hvar er Gerasimov hershöfðingi og af hverju skiptir það máli“ birti Kyiv Post frétt um að 23 rússneskir hermenn hefðu fallið í árásinni á Sakyherstöðina á Krím. Fimm þeirra eru sagðir hafa verið háttsettir herforingjar.  Blaðið vísar í rússnesku Telegramrásina Ordinary Tsarism og WarVehicleTracker á samfélagsmiðlinum X um að Gerasimov hafi hugsanlega verið í herstöðinni þegar úkraínsku flugskeytin hæfðu skotmark sitt.

Orðrómar um þetta hafa grasserað á samfélagsmiðlum og margir hafa furðað sig á að Gerasimov hafi ekki sést síðan um áramótin. Einn þeirra er bandaríski hernaðarsérfræðingurinn og prófessorinn Jay Kallberg sem fylgist mjög náið með gangi stríðsins.

Þrátt fyrir að engar beinharðar sannanir séu fyrir að Gerasimov hafi fallið í árásinni hafa margir fjölmiðlar, þar á meðal Newsweek, bent á að ráðamenn í Kreml hafi ekki tjáð sig um orðrómana. Blaðið setti sig í samband við rússnesk stjórnvöld vegna málsins en þau hafa ekki svarað.

Gerasimov sást síðast á líf þann 29. desember þegar hann afhenti hópi rússneskra hermanna orður fyrir að hafa tekið þátt í að hertaka bæinn Marinka í Donetsk.

Ef rétt reynist að Gerasimov hafi fallið þá var hann ekki fyrsti háttsetti rússneski herforinginn til að falla í stríðinu.

Í september á síðasta ári bárust fréttir af því að úkraínskir sérsveitarmenn hefðu drepið Viktor Sokolov, aðmírál og yfirmann Svartahafsflota Rússa, í árás á höfuðstöðvar Svartahafsflotans á Krím. Rússneska varnarmálaráðuneytið vísaði þessu á bug og birti myndir af Sokolov á myndfundi með Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, og öðrum háttsettum hershöfðingjum. Myndbirtingin varð ekki til þess að slá á vangaveltur og á samfélagsmiðlum undruðust margir að Sokolov hreyfði sig ekki á myndbandsupptökunni. Tveimur dögum síðar birti rússnesk sjónvarpsstöð myndband af Sokolov að sæma hermenn orðum en síðan kom í ljós að það gerði hann fjórum dögum áður en árásin á höfuðstöðvarnar átti sér stað. Hann hefur ekki sést síðan í september.

Gerasimov er talinn vera þriðji valdamesti maðurinn í rússneska hernum, á eftir Pútin og Shoigu varnarmálaráðherra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin