fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fréttir

Ótrúleg niðurstaða skoðanakönnunar– Söngkona getur ráðið úrslitum bandarísku forsetakosninganna

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 30. janúar 2024 10:00

Swift var kjörin manneskja ársins 2023 af Time.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstaða nýrrar skoðanakönnunar sýnir að söngkonan Taylor Swift er svo áhrifamikil að hún getur ráðið úrslitum um niðurstöðu forsetakosninganna í nóvember.

Skömmu fyrir jól kaus tímaritið Time Swift sem manneskju ársins og það er ekki að ástæðulausu því áhrif hennar eru gríðarleg. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun sem Redfield & Wilton Strategies gerði fyrir bandaríska fjölmiðilinn Newsweek.

Miðað við niðurstöðu skoðanakönnunarinnar þá eru áhrif Swift svo mikil að hún getur haft áhrif á úrslit forsetakosninganna þann 5. nóvember næstkomandi ef hún lýsir opinberlega yfir stuðningi við einhvern frambjóðanda.

1.500 kjósendur voru spurðir út í þetta og reyndust 18% vera „meira líklegri“ eða „mjög líklegir“ til að greiða þeim frambjóðanda, sem Taylor Swift lýsir yfir stuðningi við, atkvæði sitt.

En það eru ekki allir sem eru reiðubúnir til að fylgja henni í blindni því 17% aðspurðra reyndust vera „síður líklegir“ til að kjósa þann frambjóðanda sem Swift styður.

Swift var sá listamaður sem notendur Spotify hlustuðu mest á á síðasta ári en samtals voru lög hennar spiluð 26 milljarða sinnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Forstjóri Play boðaði til starfsmannafundar

Forstjóri Play boðaði til starfsmannafundar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nígeríska brúðurin greinir frá því hvers vegna hjónin völdu Ísland – „Ísland við elskum þig svo mikið“

Nígeríska brúðurin greinir frá því hvers vegna hjónin völdu Ísland – „Ísland við elskum þig svo mikið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum haldið hér á landi um helgina

Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum haldið hér á landi um helgina
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi