fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Fyrrum yfirmaður NATO segir að Pútín muni ekki láta Úkraínu duga

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 30. janúar 2024 04:45

Rússneskir hermenn á ferð. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bretar, með Rishi Sunak forsætisráðherra í fararbroddi, verða að skuldbinda sig til að styðja Úkraínu í mörg ár vegna innrásar Rússa í landið.

Þetta sagði Lord Robertson, fyrrum yfirmaður NATO, í samtali við Sky News. Hann sagði að málefni Úkraínu verði að vera efst á baugi því Úkraínumenn séu að berjast fyrir okkur hin.

„Það sem ég vil er skuldbinding til margra ára,“ sagði hann og bætti við að það eina sem Kremlverjar taki eftir sé hversu lengi stutt verði við bakið á Úkraínu.

Hvað varðar innrás Rússa í Úkraínu sagði hann að hún hafi „algjörlega velt heimsskipaninni“ sem við höfðum vanist og að ef Pútín komist upp með að leggja 44 milljóna manna ríki undir sig í hjarta Evrópu, þá sé spurningin hvar hann muni láta staðar numið. „Hann mun svo sannarlega ekki láta staðar numið við Úkraínu,“ sagði hann og bætti við: „Það mun hafa þær afleiðingar að við hin verðum einnig í hættu af því að árangur hans í Úkraínu mun hvetja hann áfram.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin