fbpx
Þriðjudagur 20.maí 2025
Fréttir

Segir að Pútín hafi komist að þessu – Eru ekki gagnlegir

Ritstjórn DV
Mánudaginn 29. janúar 2024 07:30

Vladimir Pútín. Mynd: EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku sagði Sir Patrick Saunders, fráfarandi yfirmaður breska hersins, að svo geti farið að gripið verði til herkvaðningar í Bretlandi ef til stríðs kemur við Rússland. Fyrrum yfirmaður NATO, Lord Robertson, segir að Pútín hafi komist að ákveðnum hlut varðandi þá sem eru kvaddir í herinn enda hafa Rússar gripið til herkvaðningar í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu.

Lord Robertson ræddi við Sky News í síðustu viku um þetta og var meðal annars spurður hvort svo geti farið að til beinna hernaðarátaka komi á milli Bretlands og Rússlands ef Úkraína tapar stríðinu. Hann sagði að sáttmáli Atlantshafsbandalagsins, sem kveður á um að árás á eitt ríki jafngildi árás á þau öll „muni sjá til þess að Pútín haldi sig fjarri“.

Síðan bætti hann við: „Það þýðir ekki að hann muni ekki horfa í aðrar áttir. Að lokum verðum við í skotlínunni.“

Hann sagði einnig að NATO ógni Rússlandi ekki og að bandalagið sé „eingöngu varnarbandalag“. „Við verjum það frelsi sem við höfumst vanist síðan NATO var stofnað en við verðum að tryggja að almenningur sé hluti af þessu.“

Hann sagði að herkvaðning „sé nákvæmlega ranga umræðan til að taka núna því herkvaðning sé ekki góð leið til að styrkja varnirnar. Herkvaddir hermenn eru ekki gagnlegir. Vladímír Pútín er svo sannarlega búinn að komast að því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Búa sig undir að Trump náði Derek Chauvin sem drap George Floyd – „Erum undirbúin undir hvað sem er“

Búa sig undir að Trump náði Derek Chauvin sem drap George Floyd – „Erum undirbúin undir hvað sem er“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ásakanir ganga á víxl á milli eigenda fasteignar á Vesturlandi – Kærðir fyrir húsbrot en svöruðu með fullyrðingum um hústöku og sóðaskap

Ásakanir ganga á víxl á milli eigenda fasteignar á Vesturlandi – Kærðir fyrir húsbrot en svöruðu með fullyrðingum um hústöku og sóðaskap
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní

Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hörmulegt atvik í Öxnadal – Sakfelldur fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi

Hörmulegt atvik í Öxnadal – Sakfelldur fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi