fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Rússneskir minnihlutahópar farnir að mótmæla Kreml

Ritstjórn DV
Föstudaginn 26. janúar 2024 07:00

Mótmælendur og liðhlaupar eru ekki teknir neinum vettlingatökum í Rússlandi. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reiðir mótmælendur í fjarlægu horni Rússlands hafa minnt ráðamenn í Kreml á þær hættur sem þeim stafar af ósáttum minnihlutahópum í landinu. Þeir eru ógn við tilvist landsins, geta valdið klofningi og rofið samstöðu.

Það er ekki oft sem bærinn Bajmak kemst í fréttirnar í rússneskum fjölmiðlum en í síðustu viku var bærinn skyndilega mikið í fréttum.

Myndir birtust á samfélagsmiðlum af fjölmennum mótmælum í bænum sem er í útjaðri Basjkortostan sem er um 1.700 km suðaustan við Moskvu. Sérfræðingar telja mótmælin vera merki um vaxandi óróleika á fátækustu svæðum landsins, langt frá háhýsunum og glæsiverslunum í Moskvu.

Mótmælin í Bajmak hófust á miðvikudaginn þegar aðgerðasinninn Fail Alsynov var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa „hvatt til þjóðernishaturs“ að sögn saksóknara. Málið snerist um ummæli í tengslum við mótmæli á síðasta ári gegn nýtingu gullgrafara á náttúruauðlindum héraðsins. Alsynov hefur lengi verið uppi á kant við yfirvöld. Í desember 2022 sagði hann herkvaðningu á heimamönnum til að senda í stríðið í Úkraínu, vera „þjóðarmorð“.

Íbúar héraðsins tilheyra flestir minnihlutahópi sem talar tyrkneska mállýsku og býr aðallega í Basjkortostan í Úral-héraði.

Í kjölfar dómsuppkvaðningarinnar í síðustu viku kom til mótmæla og söfnuðust að minnsta kosti 5.000 manns saman fyrir framan dómhúsið. Hluti þeirra grýtti snjóboltum í lögregluna og lenti í handalögmálum við hana. Um 40 meiddust í átökunum.

Yfirvöld sendu fjölda lögreglumanna inn í bæinn í kjölfarið og margir þátttakendur í mótmælunum voru handteknir í kjölfarið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Lögreglan neyddi Simon til að gefa falskan vitnisburð: „Þremur vélbyssum var miðað á höfuðið á mér“

Lögreglan neyddi Simon til að gefa falskan vitnisburð: „Þremur vélbyssum var miðað á höfuðið á mér“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Líflegar umræður eftir að Stefán Máni sagði það pólitískan réttrúnað að segja „gleðilega hátíð“ – „Þetta er innflutt tuð“

Líflegar umræður eftir að Stefán Máni sagði það pólitískan réttrúnað að segja „gleðilega hátíð“ – „Þetta er innflutt tuð“
Fréttir
Í gær

Verulega ósátt við Heiðu – Segja hana hafa breytt reglum upp á sitt eindæmi

Verulega ósátt við Heiðu – Segja hana hafa breytt reglum upp á sitt eindæmi
Fréttir
Í gær

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar
Fréttir
Í gær

Þekktur leikstjóri í Hollywood myrtur í nótt ásamt eiginkonu sinni

Þekktur leikstjóri í Hollywood myrtur í nótt ásamt eiginkonu sinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Maður þarf að breyta öllu lífi sínu, óbreyttur maður fer aftur að drekka“

„Maður þarf að breyta öllu lífi sínu, óbreyttur maður fer aftur að drekka“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tólf látnir eftir skotárás – Ótrúlegt myndband sýnir vegfaranda afvopna einn árásarmanninn

Tólf látnir eftir skotárás – Ótrúlegt myndband sýnir vegfaranda afvopna einn árásarmanninn