fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Forsætisráðherra NATO-ríkis hneykslar – Pútín hefði ekki getað orðað boðskapinn betur

Ritstjórn DV
Föstudaginn 26. janúar 2024 14:00

Robert Fico. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrst stöðvaði hann vopnasendingar til Úkraínu og nú er Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu, aftur kominn í sviðsljósið og veldur miklum áhyggjum innan NATO og ESB og leggur sitt af mörkum til að rjúfa samstöðu Evrópuríkja gegn Vladímír Pútín.

Óhætt er að segja að Pútín hefði ekki getað orðað nýjustu ummæli hans betur og hefði mátt halda að skilaboðin komi beint frá Kreml en ekki forsætisráðherra NATO- og ESB-ríkis.

Á þriðjudaginn sagði Fico á fréttamannafundi: „Það er ekkert stríð í Kyiv“ og sagði um leið að íbúar borgarinnar „lifi eðlilegu lífi“.

„Heldur þú í alvöru að það sé stríð í Kyiv? Þú ert að grínast. Ég vona að þú meinir þetta ekki í fullri alvöru. Lífið í borginni er eins og venjulega,“ sagði hann þegar blaðamaður spurði hann af hverju hann færi ekki til Kyiv til að fá betri yfirsýn yfir stríðsrekstur Pútíns í Úkraínu. Fico fundaði með forsætisráðherra Úkraínu í gær í úkraínska bænum Uzhhorod sem er nærri slóvensku landamærunum.

Fico sagði að það væri miklu hentugra að halda fundinn í Uzhhorod og að það hefðu verið Úkraínumenn sem lögðu til að hann færi fram þar.

Ummæli Fico reittu úkraínska stjórnmálamenn til reiði enn á ný en þeir voru fyrir mjög reiðir vegna ummæla Fico um síðustu helgi en þau verða að teljast ansi hliðholl Rússum.

Þá sagðist hann vera á móti aðild Úkraínu að NATO og að hann myndi segja úkraínska starfsbróður sínum það og að hann muni beita neitunarvaldi gegn inngöngu Úkraínu í NATO. Aðild gæti orðið til þess að hrinda þriðju heimsstyrjöldinni af stað. Hann sagði einnig að Úkraína væri ekkert annað en leppríki Bandaríkjanna og að Úkraína væri „eitt spilltasta land heims“. „Úkraína er ekki sjálfstætt og fullvalda ríki,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin