fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Fréttir

Þetta er það sem Evrópubúar óttast mest

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 25. janúar 2024 04:25

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flóttamannavandinn, hnattræn hlýnun og þrjú önnur vandamál skipta miklu þegar Evrópubúar ganga að kjörborðinu. Baráttan um atkvæðin stendur ekki lengur bara á milli hægri og vinstri, heldur um það sem kjósendur óttast, að mati sérfræðings.

Í nýrri stórri rannsókn, sem evrópska hugveitan European Council of Foreign Relations (ECFR) gerði á grunni skoðanakannana í 11 Evrópuríkjum, var kortlagt hvað skiptir evrópska kjósendur mestu máli og hver sýn þeirra á framtíðina er.

Tvímenningarnir, Ivan Krastev og Mark Leonard, sem gerðu rannsóknina komast að þeirri niðurstöðu að ekki sé lengur hægt að skipta evrópskum kjósendum bara í hægri og vinstri, eða andstæðinga ESB eða stuðningsmenn ESB. Baráttan um kjósendur byggist þess í stað á því hvernig stjórnmálamenn takast á við fimm stór vandamál og þau vandamál, sem kjósendur telja stærstu ógnina við framtíðina eins og staðan er núna.

Krastev og Leonard skiptu kjósendunum upp í fimm hópa, sem hver og einn tilheyri ákveðnu vandamáli sem hvíla þungt á kjósendum.

Þessir hópar eru:

Loftslagsvandinn og óttinn við útrýmingu mannkynsins.

Flóttamannavandinn og sívaxandi fjöldi förufólks.

Heimsfaraldur kórónuveirunnar og þeir veikleikar evrópska heilbrigðiskerfisins sem hann afhjúpaði.

Fjármálakreppan og verðbólgan sem ógna lífskjörum Evrópubúa.

Innrás Rússa í Úkraínu sem gerði út af við söguna um að tími stórstyrjalda í Evrópu væri liðinn.

Rúmlega 15.000 kjósendur voru meðal annars spurðir um hvaða vandamál hafi haft mest áhrif á framtíðarsýn þeirra. Niðurstaðan var mjög mismunandi á milli landa. Í Þýskalandi hafði tæplega þriðji hver mestar áhyggjur af flóttamannastraumnum. Í Frakklandi voru það loftslagsbreytingarnar sem flestir höfðu áhyggjur af. Í Danmörku voru loftslagsmálin og stríðið í Úkraínu sem voru efst í huga kjósenda. Í Portúgal og á Ítalíu var það fjármálakreppan sem flestir höfðu áhyggjur af. Á Spáni, Bretlandi og Rúmeníu var það heimsfaraldur kórónuveirunnar sem flestir nefndu sem mesta áhyggjuefnið.

„Þessi fimm vandamál eiga margt sameiginlegt: Þeirra gætir um alla Evrópu, þó af mismunandi styrk. Margir Evrópubúar telja þau ógn við tilveru sína. Þau hafa mikil áhrif á pólitík og þeim er hvergi nærri lokið,“ skrifa Krastev og Leonard í skýrslunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Jóhannes Valgeir látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta vitum við um hinn handtekna – 22 ára og heitir Tyler Robinson

Þetta vitum við um hinn handtekna – 22 ára og heitir Tyler Robinson
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýbýlavegsmálið: Móðir sem dæmd var í 18 ára fangelsi fær að áfrýja til Hæstaréttar

Nýbýlavegsmálið: Móðir sem dæmd var í 18 ára fangelsi fær að áfrýja til Hæstaréttar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Reykjavíkurborg fær ekki að áfrýja máli til Hæstaréttar – Kona sem datt í sundlaug vann

Reykjavíkurborg fær ekki að áfrýja máli til Hæstaréttar – Kona sem datt í sundlaug vann