fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Fréttir

Lögreglumenn flýja heimili sín vegna hótana – Grímur segir að ekki þýði að vera með vanmannaða lögreglu

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 25. janúar 2024 07:00

Grímur Grímsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn af þeim sem tengist skotárásinni í Úlfarsárdal í byrjun nóvember á síðasta ári er sagður hafa haft í hótunum við lögreglukonu sem neyddist til að flýja heimili sitt vegna málsins.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag og segist hafa heimildir fyrir þessu. Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglunnar, sagðist ekki vilja staðfesta orðróm um ákveðin mál af þessu tagi en sagði brögð hafa verið að því að lögreglumenn hafi þurft að gista utan heimilis síns vegna hótana sem þeir hafa fengið vegna starfa sinna.

Hann sagði að síðasta sumar hafi verið kveikt í bíl lögreglumanns og er íkveikjan talin tengjast starfi hans. Í desember var bíll annars lögreglumanns skemmdur og er skemmdarverkið talið tengjast störfum hans.

„Almennt séð get ég sagt að það eru brögð að því að það sé verið að hóta lögreglumönnum, beint og óbeint,“ sagði hann.

Hann sagðist telja að ástandið í undirheimunum fari síversnandi og það komi meðal annars fram í hótunum gegn lögreglumönnum. „Það liggur fyrir í gögnum lögreglu að það er mun oftar sem lögregla er að vopnast. Útköll sérsveitar eru mörg og fer fjölgandi milli ára, þannig að við metum það svo að það sé aukin harka í samfélaginu, og hægt að tala um undirheima í því samhengi,“ sagði Grímur.

Hann sagði aukna notkun skotvopna vera áhyggjuefni og ljóst sé að málum af þessu tagi hafi fjölgað og það verði að bregðast við því: „Það er mín skoðun að sakleysi íslensks samfélags sé horfið og í ljósi þess þýðir ekki að vera með vanmannaða lögreglu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Jóhannes Valgeir látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta vitum við um hinn handtekna – 22 ára og heitir Tyler Robinson

Þetta vitum við um hinn handtekna – 22 ára og heitir Tyler Robinson
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýbýlavegsmálið: Móðir sem dæmd var í 18 ára fangelsi fær að áfrýja til Hæstaréttar

Nýbýlavegsmálið: Móðir sem dæmd var í 18 ára fangelsi fær að áfrýja til Hæstaréttar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Reykjavíkurborg fær ekki að áfrýja máli til Hæstaréttar – Kona sem datt í sundlaug vann

Reykjavíkurborg fær ekki að áfrýja máli til Hæstaréttar – Kona sem datt í sundlaug vann