fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
Fréttir

Rússar í vanda – „Útilokað að fá eitthvað að borða, því það er svo dýrt“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 24. janúar 2024 12:30

Rússar við matarinnkaup. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tæp tvö ár eru síðan Rússar réðust inn í Úkraínu og ekkert útlit fyrir að stríðinu þar fari að ljúka. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, stendur nú frammi fyrir ákveðnu vandamáli heima fyrir, vandamál sem sést vel þegar horft er á hillur matvöruverslana.

Á síðustu vikum hafa til dæmis bananar, appelsínur, tómatar og ekki síst egg hækkað gríðarlega í verði. Egg eru orðin táknmynd hins hækkaða vöruverðs.

Moskvubúar verða áþreifanlega varir við þetta þegar þeir fara að versla í matinn. „Verðin hafa hækkað gríðarlega. Það er útilokað að fá eitthvað að borða, því það er svo dýrt,“ sagði Irina, Moskvubúi, í samtali við Danska ríkisútvarpið, eftir verslunarferð í stórmarkað.

Samkvæmt tölum frá rússnesku hagstofunni, Rosstat, hafði verð á eggjum hækkað um 42% í nóvember 2023 á tólf mánaða tímabili. Egg eru orðin svo dýr að í sumum verslunum eru þau nú aðeins seld í stykkjatali, ekki bökkum.

Ástæðan fyrir þessu eru refsiaðgerðir Vesturlanda og há verðbólga.

Verðhækkanirnar hafa auðvitað mikil áhrif á þá tekjulágu og um leið hafa þær mikið táknrænt gildi því þetta minnir marga á tíma Sovétríkjanna en þá var skortur á matvælum.

„Þetta er hættulegt fyrir Pútín,“ segir Matilde Kimer, sérfræðingur Danska ríkisútvarpsins í rússneskum málefnum. Hún sagðist hafa séð myndir af fólki bíða í löngum röðum við stórmarkaði í þeirri von að geta keypt egg og að næstum hafi komið til handalögmála.

Hún segir að eggjaverðið hafi ratað í rússneska fjölmiðla og til dæmis hafi það þótt stórfrétt fyrir nokkrum dögum þegar skýrt var frá því að verðið hefði lækkað um 0,2%. „Eggjakrísan gerir að verkum að allt í einu sjá Rússar að sumt geta þeir ekki sjálfir, þrátt fyrir að þeim sé sagt að þeir geti allt,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafnarfjarðarkaupstaður snuðaði fyrrverandi starfsmann um 90 þúsund krónur samkvæmt dómi

Hafnarfjarðarkaupstaður snuðaði fyrrverandi starfsmann um 90 þúsund krónur samkvæmt dómi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á ræðismann við störf á Íslandi – „Ég ætla að drepa ykkur öll“

Réðst á ræðismann við störf á Íslandi – „Ég ætla að drepa ykkur öll“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrjátíu ára brúðkaupsafmælisferðin til Íslands endaði með harmi – „Mér fannst eins og þeir væru að kalla mig lygara“

Þrjátíu ára brúðkaupsafmælisferðin til Íslands endaði með harmi – „Mér fannst eins og þeir væru að kalla mig lygara“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úrskurðuð í gæsluvarðhald í tvo daga til vegna hnífsstungu við Trönuhjalla

Úrskurðuð í gæsluvarðhald í tvo daga til vegna hnífsstungu við Trönuhjalla