fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Erlend flugfélög brjóta daglega lög á landamærunum – Stjórnvöld gera ekkert í málinu

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 24. janúar 2024 08:00

Keflavíkurflugvöllur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt lögum eiga flugfélög sem flytja farþega hingað til lands að afhenda stjórnvöldum, lögreglunni, farþegalista. En nokkur flugfélög hlýta þessu ekki og afhenda ekki þessa lista. Þetta er ráðherrum og stjórnvöldum kunnugt um en samt sem áður hefur ekkert verið aðhafst í málinu þrátt fyrir að heimilt sé að banna flugfélögum að flytja farþega hingað til lands ef þau afhenda ekki þessa lista.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag og segir að þau flugfélög sem virði lögin að vettugi séu Neos, Austrian Airlines, Atlantic Airways, Lufthansa,

Liberia Express, Finnair, Eurowing, Edelweiss, Jet2.com og Air Baltic.

Haft er eftir Úlfari Lúðvíkssyni, lögreglustjóra á Suðurnesjum, að það liggi í augum uppi að lögreglan geti ekki framkvæmt lögbundna greiningu á farþegaupplýsingum þegar hún fær þessar upplýsingar ekki.

„Eftirlit með farþegum þessara flugvéla verður í skötulíki og hending ein ræður því hvort brotamenn séu stöðvaðir á landamærum þegar kerfisbundið landamæraeftirlit er ekki til staðar eins og á ytri landamærum þar sem allir farþegar þurfa að framvísa vegabréfum. Það sem er verra er að svona hefur ástandið verið mjög, mjög lengi án eðlilegra viðbragða af hálfu íslenskra stjórnvalda. Ég hef sagt að ytri landamærin leki og þá sérstaklega niður við Miðjarðarhaf, en í reynd er óþolandi að einstaka flugfélög komist upp með þetta á meðan önnur flugfélög standa vel að þessari upplýsingagjöf, þ.m.t. íslensku flugfélögin tvö,“ er haft eftir honum.

Samkvæmt lögum er hægt að svipta flugfélög lendingarleyfi ef þau afhenda ekki þessa lista en stjórnvöld hafa ekki gripið til neinna aðgerða að sögn Úlfars. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið að verið sé að skoða málið í ráðuneyti hans og að kallað hafi verið eftir upplýsingum um stöðu vandans. Sagðist hann meðvitaður um hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast