fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Sáir efasemdum um dauða Prigozhin

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 23. janúar 2024 04:21

Prigozhin og slysstaðurinn þar sem flugvél hans hrapaði til jarðar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yevgeny Prigozhin, hinn umdeildi stofnandi og leiðtogi Wagnerhópsins, lést í flugslysi í ágúst á síðasta ári. Eða er hann kannski sprelllifandi?

Kyrylo Budanov, yfirmaður leyniþjónustu úkraínska hersins, ræddi nýlega við Financial Times og sáði þá efasemdum um dauða Prigozhin.

„Wagnerhópurinn er enn til. Og nú, þegar við erum að ræða um Prigozhin, vil ég ekki draga ályktanir í fljótfærni,“ sagði hann og vísaði þar til yfirlýsinga rússneskra stjórnvalda um að hann hafi látist í flugslysi þann 23. ágúst 2023 þegar einkaþota hans hrapaði norðvestan við Moskvu.

„Ég segi hvorki að hann sé dáinn eða ekki dáinn. Ég segi bara að það er ekki ein einasta sönnun fyrir því að hann sé dáinn,“ sagði Budanov.

Rússnesk yfirvöld hafa ekki lagt fram neinar ljósmyndir eða DNA-sannanir fyrir því að Prigozhin hafi látist í flugslysinu.

Wall Street Journal segir að ráðamenn í Kreml hafi gefið fyrirskipun um að sprengju skyldi komið fyrir um borð í flugvélinni. Þetta var gert í kjölfar dramatískra atburða sem náðu hámarki í júní þegar Prigozhin var í fararbroddi fyrir vopnaðri uppreisn. Uppreisninni lauk þegar Prigozhin og næstráðendur hans sömdu við Pútín og stjórn hans um að þeir yrðu ekki sóttir til saka og gætu farið frjálsir ferða sinna. Þegar fréttist af þessum samningi stóð Vladímír Pútín, forseti, eftir sem veikburða leiðtogi.

En þegar vélin hrapaði nokkrum vikum síðar náðu Pútín og hans menn tökum á Wagnerhópnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast