fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Fréttir

Pútín notar óhugnanlega aðferð til að afla nýrra hermanna

Ritstjórn DV
Föstudaginn 19. janúar 2024 04:35

Rússneskir hermenn í Úkraínu. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, hefur tekið nýja og óhugnanlega aðferð í notkun til að afla nýrra hermanna til að senda á vígvöllinn í Úkraínu.

Nú er nístingskalt víða í Rússlandi, allt niður í 35 stiga frost. Þetta nýtir Pútín sér þessa dagana til að afla nýrra hermanna. Samkvæmt því sem þýska blaðið Bild segir þá hefur hann látið skrúfa fyrir hitann í mörgum rússneskum fangelsum til að reyna að þvinga fangana til að ganga til liðs við herinn til að sleppa úr þeim frystikistum sem fangelsin eru orðin.

„Markmiðið er að gera aðstæðurnar í fangelsunum svo slæmar að mennirnir, sem sitja í þeim, fari til Úkraínu,“ sagði Olga Romanova, sem er í forsvari fyrir samtökin „Russia Behind Bars“ sem hafa að markmiði að gæta hagsmuna fanga í rússneskum fangelsi.

Í Rússlandi eru þrír þjóðfélagshópar sem fáir hafa samúð með þegar menn úr þeim deyja í víglínunni. Þetta eru fangar, minnihlutahópar sem búa fjarri Moskvu og innflytjendur. Romanova sagði að svo lengi sem menn úr þessum hópum berjist og deyi í Úkraínu, geti Pútín skapað þá tálmynd fyrir restina af þjóðinni að allt sé í stakasta lagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra
Fréttir
Í gær

Fyrrum FBI-fulltrúi: Morðingi Charlie Kirk alls „enginn viðvaningur“

Fyrrum FBI-fulltrúi: Morðingi Charlie Kirk alls „enginn viðvaningur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýður kærir synjun á niðurrifi Hvítabandsins

Lýður kærir synjun á niðurrifi Hvítabandsins