fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
Fréttir

Heimsmeistarinn fyrrverandi látinn 29 ára að aldri

Ritstjórn DV
Föstudaginn 19. janúar 2024 08:50

Shawn Barber er látinn. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Shawn Barber, einn besti stangarstökkvari í sögu Kanada, er látinn aðeins 29 ára að aldri eftir skammvinn veikindi.

Barber þessi varð heimsmeistari í stangarstökki árið 2015 og lenti í 10. sæti á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016.

Umboðsmaður Barber staðfesti andlát hans í samtali við AP-fréttaveituna en dánarorsök liggur ekki fyrir. Í frétt AP kemur fram að Barber hafi glímt við heilsubrest að undanförnu og látist í kjölfar veikinda.

„Hann var ekki bara frábær íþróttamaður heldur líka einstök manneskja með hjarta úr gulli,“ segir umboðsmaður kappans.

Hann sló kanadíska landsmetið í stangarstökki árið 2015 þegar hann fór yfir 5,93 metra og sló svo sitt eigið met sama ár þegar hann fór yfir 6,0 metra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásakanir ganga á víxl á milli eigenda fasteignar á Vesturlandi – Kærðir fyrir húsbrot en svöruðu með fullyrðingum um hústöku og sóðaskap

Ásakanir ganga á víxl á milli eigenda fasteignar á Vesturlandi – Kærðir fyrir húsbrot en svöruðu með fullyrðingum um hústöku og sóðaskap
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári