fbpx
Föstudagur 16.maí 2025
Fréttir

Rússar eyðilögðu grunnstoðir úkraínsks símafélags

Ritstjórn DV
Föstudaginn 5. janúar 2024 07:00

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mánuðum saman höfðu rússneskir tölvuþrjótar aðgang að tölvukerfum stærsta úkraínska símafélagsins. Fyrir þremur vikum var gerð tölvuárás á Kyivstar, sem er umrætt símafélag, og komu mikil vandamál upp í rekstri farsímakerfisins í kjölfarið.

Illia Vitjuk, yfirmaður leyniþjónustunnar SBU, sagði í gær hluti af tölvukerfi símafélagsins hafi verið eyðilagður í árásinni og því hafi fyrirtækið þurft að loka farsímakerfi sínum til að „takmarka aðgang óvinarins“.

Hann sagði jafnframt að rússnesku þrjótarnir hafi verið búnir að hreiðra um sig í tölvukerfinu mörgum mánuðum áður, eða í maí 2023 og jafnvel enn fyrr.

Hann sagði að árásin væri „alvarleg aðvörun“ til Úkraínu og Vesturlanda því þrjótarnir hafi getað ráðist á fyrirtæki sem hafi fjárfest mikið í öryggismálum.

Um 24 milljónir símnotenda misstu farsímasambandið í nokkra daga þegar símakerfinu var lokað.

Reuters hefur eftir Vitjuk að mikið tjón hafi verið unnið í árásinni sem hafi verið ætlað að hafa sálfræðileg áhrif á Úkraínumenn og um leið afla upplýsinga sem gætu gagnast Rússum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Guðni snýr sér að Kristrúnu og skorar á hana – Úlfari kastað út eins og hundi á hnakkadrambinu

Guðni snýr sér að Kristrúnu og skorar á hana – Úlfari kastað út eins og hundi á hnakkadrambinu
Fréttir
Í gær

Bretar undirbúa sig undir árás Rússa

Bretar undirbúa sig undir árás Rússa
Fréttir
Í gær

Flóttamaður grunaður um hrottaleg brot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum

Flóttamaður grunaður um hrottaleg brot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum
Fréttir
Í gær

Hilmar situr uppi með milljóna kostnað vegna ofsaveðurs og fær enga hjálp

Hilmar situr uppi með milljóna kostnað vegna ofsaveðurs og fær enga hjálp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump vill bæta við 20.000 lögreglumönnum til að flytja fólk úr landi

Trump vill bæta við 20.000 lögreglumönnum til að flytja fólk úr landi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stór skjálfti við Grímsey í morgun – Fannst víða í byggð á Norðurlandi

Stór skjálfti við Grímsey í morgun – Fannst víða í byggð á Norðurlandi