fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Segja Pútín nota að minnsta kosti 3 tvífara – Áramótaávarpið sagt gert með gervigreind

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 4. janúar 2024 04:30

Myndirnar af Pútín sem Valery Solovey birti. 2022 Pútín til vinstri og 2024 Pútín til hægri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, notast við að minnsta kosti þrjá tvífara. Þessir tvífarar eru sagðir vera undir stöðugu eftirliti leyniþjónustumanna og eigi sér ekkert einkalíf.

Þetta sagði Andriy Yusov, talsmaður úkraínsku leyniþjónustunnar, um forsetann. Hann sagði einnig að gervigreind hafi verið notuð til að búa til áramótaávarp Pútíns. Þessu til sönnunar hefur verið bent á að háls Pútíns hafi ekki verið í takt við líkama hans í nýársávarpinu, það hafi litið út eins og höfuð hans hafi verið sett á háls hans fyrir sjónvarpsávarpið.

Mirror bendir á að þessi ummæli ýti undir vangaveltur um hvort hinn raunverulegi Pútín hafi í raun og veru fulla stjórn á því sem fer fram í Kreml.

Yusov segir að margir heimildarmenn hafi staðfest að Pútín notist við tvífara. „Þetta eru ekki lengur neinar fréttir eða eitthvað sem þarf að sanna fyrir umheiminum,“ sagði Yusov.

Aðrir telja að tvífararnir komi í stað Pútíns vegna alvarlegra veikinda hans og að hann sé hugsanlega í felum í neðanjarðarbyrgi af ótta um eigið öryggi.

Kyrylo Budanov, yfirmaður leyniþjónustu úkraínska hersins, sagði á síðasta ári að hinn raunverulegi Pútín hafi ekki sést síðan í júní 2022 og að vitað væri um að minnsta kosti þrjá tvífara hans sem væru undir harðri stjórn rússnesku leyniþjónustunnar.

Valery Solovey, stjórnmálaskýrandi, segir að notast hafi verið við tvífara Pútíns síðan í október á síðasta ári því þá hafi hann látist. Hann birti myndband og myndir af Pútín í síðasta áramótaávarpi sínu og áramótaávarpi hans 2022. „Eins og þið sjáið greinilega, og mikilvægast af öllu heyrið í tveimur ALGJÖRLEGA ólíkum einstaklingum,“ skrifaði hann.

Á 2022 útgáfunni virðist andlit Pútíns vera mjög bólgið miðað við andlitið 2024. Á Telegramrásinni SVR, sem hefur lengi haldið því fram að notast sé við tvífara Pútíns, segir að aðaltvífarinn eigi fljótlega að fara í lýtaaðgerð til að gera hann enn líkari Pútín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin