fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Fréttir

Dularfull handtaka langt frá Moskvu er stór höfuðverkur fyrir Pútín

Ritstjórn DV
Mánudaginn 4. september 2023 04:10

Yan Petrovsky.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dauði Yevgeny Prigozhin, eiganda Wagner-málaliðafyrirtækisins, opnaði glugga upp á gátt fyrir rússnesk málaliðafyrirtæki sem hafa áhuga á að taka við störfum Wagner. Eitt þeirra er einkaher sem nefnist Rusich-hópurinn. Þetta er nýnasistahópur þar sem Alexey Milchakov og Yan Petrovsky eru í fararbroddi.

Hópurinn berst nú þegar í Úkraínu við hlið rússneska hersins en það veldur Vladímír Pútín miklum vanda að Yan Petrovsky var handtekinn í Finnlandi í sumar. Hann var handtekinn þann 20. júlí í Helsinki en það var ekki fyrr en 25. ágúst sem finnsk yfirvöld skýrðu frá handtökunni.

Petrovsky, sem er 36 ára, er grunaður um að vera meðlimur í hryðjuverkasamtökum og hafa úkraínsk yfirvöld nú farið fram á að fá hann framseldan.

Í kjölfar staðfestingar finnskra yfirvalda á handtökunni brugðust Rusich-samtökin við og staðfestu á Telegram að Petrovsky hefði verið handtekinn og veittust um leið að rússneskum stjórnvöldum.

Segir hópurinn að rússneskum yfirvöldum hafi verið tilkynnt um handtökuna þann 22. ágúst en hafi ekki aðhafst neitt. Krefst hópurinn þess að rússnesk yfirvöld geri allt sem í þeirra valdi stendur til að fá Petrovsky látinn lausan úr haldi. Segir hópurinn að svo lengi sem Petrovsky er í haldi annars ríkis muni hópurinn ekki berjast í Úkraínu.

Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War segir þetta vera vandamál fyrir Pútín. Rusich-hópurinn hafi gefið í skyn að hann sé við fremstu víglínu í Robotyne-Verbove í vesturhluta Zaporizhia Oblast. Þar sé staðan krítísk og rússneski herinn ráði ekki við að hersveitir neiti að berjast. Með þessu leggi hópurinn mikinn þrýsting á Pútín, sem þarf á allir þeirri hjálp að halda í fremstu víglínu, sem möguleg er.

Ekki liggur fyrir af hverju Petrovsky var í Finnlandi. Hann hefur verið á lista Bandaríkjanna og ESB yfir þá Rússa sem sæta viðskiptabanni, allt frá upphafi innrásar Rússa í Úkraínu. Af þeim sökum hefði hann ekki átt að getað komist inn í Finnland.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skella í lás á Laugavegi í dag en opna stærri og glæsilegri Penna á Selfossi á næstu vikum

Skella í lás á Laugavegi í dag en opna stærri og glæsilegri Penna á Selfossi á næstu vikum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Miklar sviptingar í fjármálum flokkanna á milli ára – Hafa fengið 9 milljarða króna frá árinu 2007

Miklar sviptingar í fjármálum flokkanna á milli ára – Hafa fengið 9 milljarða króna frá árinu 2007
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Brynjar Karl geldur varhug við þingsetu Hannesar – „Rifjum upp nú geðveikasta póst allra tíma“

Brynjar Karl geldur varhug við þingsetu Hannesar – „Rifjum upp nú geðveikasta póst allra tíma“