fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Donald og Melania Trump endurgerðu kaupmála með leynd 

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 29. september 2023 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin Donald og Melania Trump endurgerðu kaupmála þeirra á milli með leynd, ef ske kynni að hann sæti annað kjörtímabil í Hvíta húsinu. Heimildarmaður PageSix greinir frá því að á síðasta ári hafi Melania og teymi hennar samið í leynd um nýjan kaupmála. Hjónin giftu sig árið 2005. 

„Þetta er að minnsta kosti í þriðja sinn sem Melania hefur endursamið skilmála kaupmálans,“ segir heimildarmaðurinn, en bætir við að hún sé ekki að íhuga skilnað. „Melania er fyrst og fremst að tryggja og stækka sjóð fyrir son þeirra þeirra, Barron,“ en sonurinn er 17 ára að aldri. Nýi kaupmálinn nær einnig til Melaniu og til peninga og eigna.

Hjónin ásamt syninum Barron.

Tímasetning endurgerðs kaupmála tengist ekki aðeins hugsanlegu öðru kjörtímabili Trump, heldur einnig lagadeilum sem hann stendur í, þar á meðal hugsanlegar útborganir í 250 milljóna dala einkamáli gegn Trump og fasteignaviðskiptum hans og 5 milljón dala greiðsla til blaðamannsins E. Jean Carroll fyrir kynferðisbrot og ærumeiðingar, en Trump hefur áfrýjað því máli. 

Heimildarmaður Page Six segir Trump enn mjög efnaðan, en vegna ofangreindra dómsmála og lögfræðikostnaðar muni nýji kaupmálinn veita Melaniu og syni þeirra traustari framtíð komi til skilnaðar hjónanna. „Það er ekki það að hún hafi hótað að yfirgefa hann.“ 

Árið 2020 kom út bókin The Art of Her Deal: The Untold Story of Melania Trump eftir Mary Jordan blaðamann Washington Post og var fullyrt í henni að Melania hefði þrýst á endurgerð kaupmálans áður en hún flutti í Hvíta húsið þegar Trump tók við forsetaembætti. Bókin, sem var sögð byggð á meira en hundrað viðtölum sagði að: „Hún vildi fá skriflegar sannanir fyrir því að þegar kæmi að fjárhagslegum tækifærum og arfleifð yrði litið á Barron sem jafninga þriggja elstu barna Trump.“ Vísað er þar til uppkominna barna Trump með Ivönu Trump, Eric, Ivanka og Don Jr. Hann á einnig dóttur, Tiffany Trump, með fyrrverandi eiginkonu Marlu Maples.

Hjónin og eldri fjögur börn Trump.

Talskona Melania á þeim tíma, fyrrum starfsmannastjóri hennar, Stephanie Grisham, sagði bókina fulla af lygum. Ári síðar gaf hún síðan út eigin bók um Melaniu, I’ll Take Your Questions Now: What I Saw in The Trump White House.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“
Fréttir
Í gær

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október
Fréttir
Í gær

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“
Fréttir
Í gær

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína
Fréttir
Í gær

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“
Fréttir
Í gær

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“
Fréttir
Í gær

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“