fbpx
Sunnudagur 06.október 2024
Fréttir

Er þetta nýja „olíuævintýri“ Norðmanna? – „Stoppið þessa klikkun“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 19. september 2023 08:00

Hér er verið að sækja málma á hafsbotn. Mynd:Norska Olíustofnunin

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norðmenn hafa auðgast gríðarlega á olíuvinnslu síðustu áratugina og nú virðist sem nýtt „olíuævintýri“ sé í uppsiglingu. Ævintýri sem mun færa þeim enn meiri auð.

Nú stefna Norðmenn á námuvinnslu á hafsbotni en þar er mikið af verðmætum málmum sem bíða þess að vera sóttir og fluttir upp á yfirborðið.

„Við fórum niður á 3.000 metra dýpi og tíndum steina á svæðum þar sem fólk hefur aldrei áður komið.“ Þetta segir jarðfræðingurinn Jan Stenløkk í myndbandi frá norsku Olíustofnuninni, sem var nýlega birt á YouTube. Undir orðum hans er dramatísk tónlist leikin.

Steinarnir innihalda járn, kóbalt og mangan.

En það sem Jan segir ekki í myndbandinu er að þessi steintínsla á hafsbotni er mjög umdeild.

Sósíalíski vinstriflokkurinn, sem styður norsku ríkisstjórnina, tilkynnti á fimmtudaginn að hann sé hættur við að styðja umdeilt frumvarp ríkisstjórnarinnar, sem verður tekið til afgreiðslu á Stórþinginu í haust, en þetta frumvarp er áætlun um kafað verði eftir málmum um 1.200 km fyrir utan strönd Bergen.

Mörg náttúruverndarsamtök hafa gagnrýnt ríkisstjórnina og segir WWF að tillagan sé „ein versta ákvörðunin varðandi umhverfismál sem tekin hefur verið“.

Í lok ágúst skrifuðu átta norsk umhverfisverndarsamtök grein í Aftenposten um málið. „Nú má Stórþingið ekki láta ríkisstjórnina blekkja sig. Stoppið þessa klikkun,“ skrifuðu þau meðal annars og bættu við að enginn viti hvort hægt sé að stunda námuvinnslu á hafsbotni án þess að valda óbætanlegum skaða á viðkvæmum vistkerfum. Ekkert annað land í heiminum hafi heimilað slíka vinnslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Engin miskunn gegn eftirlýstri móður – Verður framseld og þarf að sitja í fangelsi

Engin miskunn gegn eftirlýstri móður – Verður framseld og þarf að sitja í fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hyggjast knýja á um íbúakosningu fyrst bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykki hana ekki

Hyggjast knýja á um íbúakosningu fyrst bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykki hana ekki