fbpx
Laugardagur 30.september 2023
Fréttir

Sameiginleg yfirlýsing vegna umræðu um kynfræðslu

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 14. september 2023 17:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmargir aðilar, ríki, sveitarfélög, Barnaheill, Umboðsmaður barna, Heimili og skóli, Samtökin 78 og Reykjavíkurborg hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu í tilefni umræðu um kynfræðslu í skólum.

Í yfirlýsingunni er bent á að íslensk stjórnvöld séu skuldbundin til að tryggja fræðslu um kynheilbrigði, mannréttindi og kynjajafnfrétti í skólakerfinu. Ennfremur er í yfirlýsingunni gerð tilraun til að skýra út ýmis hugtök og mál sem ruglað hefur verið saman í umræðunni undanfarið. Tilkynningin er hér í heild að neðan.

Vegna umræðu um hinsegin- og kynfræðslu

Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarið varðandi hinsegin- og kynfræðslu í grunnskólum. Borið hefur á því að villandi og oft röngum upplýsingum sé dreift um samfélagsmiðla, námsefni tekið úr samhengi og því stillt upp á vafasaman hátt. Því er fullt tilefni til að koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri.

• Íslensk stjórnvöld eru skuldbundin til að tryggja fræðslu um kynheilbrigði, mannréttindi og kynjajafnrétti í skólakerfinu. Undir það fellur meðal annars
kynfræðsla, fræðsla um hinsegin málefni og fræðsla um fordóma og mismunun. Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eiga börn rétt á gæðamenntun, heilsuvernd, vernd gegn ofbeldi og upplýsingum um málefni sem þau varða.

• Á Íslandi eru í gildi lög um kynrænt sjálfræði sem kveða á um rétt einstaklinga til þess að skilgreina kyn sitt og tryggja að kynvitund þeirra njóti viðurkenningar.

• Samkvæmt lögum 91/2008 um grunnskóla er rekstur þeirra á ábyrgð sveitarfélaga og samkvæmt Handbók um öryggi og velferð barna í grunnskólum eiga grunnskólar að vinna markvisst að forvörnum barna og ungmenna þar sem hugað er að andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan. Þær forvarnir fela meðal annars í sér víðtæka fræðslu, líkt og hér um ræðir.

Öll fræðsla tekur tillit til aldurs og þroska barna með farsæld, velferð, heilbrigði og hag þeirra að leiðarljósi.

• Hinsegin fræðsla er ekki kynfræðsla. Slík fræðsla fjallar um fjölbreytileikann, hugtakaskýringar, virðingu og mikilvægi þess að vinna gegn fordómum.

• Kynfræðsla snýst um að efla kynheilbrigði barna og unglinga þar sem rýnt er í félagslega, tilfinningalega, líkamlega og andlega þætti. Slík fræðsla er einnig hugsuð sem forvörn gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi og áreitni.

• Veggspjöld tengd kynheilbrigðisátaki Viku6 eru unnin í samstarfi við unglinga sem hafa áhrif á þær áherslur sem settar eru fram hverju sinni. Veggspjöldin eru kynnt samhliða annarri fræðslu. Börn eru gjarnan útsett fyrir klámi og er veggspjöldunum ætlað að veita þeim upplýsingar og vera forvörn gegn áreitni og ofbeldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stóra Garðskagavitamálið – Kaupandi skútunnar Cocette í áframhaldandi gæsluvarðhald og ber við minnisleysi

Stóra Garðskagavitamálið – Kaupandi skútunnar Cocette í áframhaldandi gæsluvarðhald og ber við minnisleysi
Fréttir
Í gær

Donald og Melania Trump endurgerðu kaupmála með leynd 

Donald og Melania Trump endurgerðu kaupmála með leynd 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alexander Máni játar að hafa stungið tvo af þremur – „Ég var hrædd­ur við að deyja“

Alexander Máni játar að hafa stungið tvo af þremur – „Ég var hrædd­ur við að deyja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eitt frægasta tré Bretlands fellt í skjóli nætur – „Hér voru fagmenn á ferð“

Eitt frægasta tré Bretlands fellt í skjóli nætur – „Hér voru fagmenn á ferð“