fbpx
Laugardagur 30.september 2023
Fréttir

Kristín dregur viðtal hjá Morgunblaðinu tilbaka vegna pistils Páls

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 14. september 2023 16:28

Kristín Eysteinsdóttir Mynd: LHÍ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hef mikið verið að hugsa um hvað er hægt að gera í þessari holskeflu fordóma, hatursorðræðu og rangfærslum sem dynja á hinsegin fólki þessa dagana. Sjálf hef ég ákveðið að leggja mitt af mörkum sem hinsegin manneskja og foreldri hinsegin barns því ég ætla ekki að sætta mig við að fjölmiðill í aldreifingu birti svona rangfærslur og meiðandi hatursáróður,“ segir Kristín Eysteinsdóttir, nýskipaður rektor Listaháskóla Íslands.

Tilefni skrifa Kristínar í færslu á Facebook er Morgunblað dagsins í dag, sem er í aldreifingu líkt og venja er á fimmtudögum og skrifin sem hún vísar til er pistill Páls Vilhjálmssonar í blaðinu. 

Ákvað Kristín að óska eftir að viðtal sem átti að birtast á Mbl.is við hana á mánudag færi ekki í birtingu.

„Ég ákvað því að hringja í blaðamann á Morgunblaðinu og biðja um að viðtal sem ég fór í hjá Dagmál (netmiðill sem starfar undir MBL) yrði ekki sett í loftið á mánudaginn eins og til stóð. Viðtalið var um starf mitt sem nýr rektor Listaháskóla Íslands,“ segir Kristín. Segir hún við DV að blaðamaðurinn hafi orðið við beiðni hennar.

„Ég tók fram að ég vildi ekki og myndi ekki mæta í viðtal hjá fjölmiðli sem dreifir röngum upplýsingum og birtir óhikað hatursorðræðu um hinsegin fólk og bað um að þau skilaboð kæmust áleiðis til ritstjórnar blaðsins,“ segir Kristín. „Lét einnig koma fram að þau mættu birta viðtalið þegar þessar rangfærslur hafa verið leiðréttar og þegar ritstjórn blaðsins hefur myndað sér skýra og afdráttarlausa stefnu í þessum efnum,“ segir Kristín sem segist glöð mæta hvenær sem er til að ræða mikilvægi hinsegin fræðslu og mannréttinda.

„Hinsegin fræðsla bjargar nefnilega mannslífum. Það hef ég sjálf upplifað sem ráðvilltur og einmanna hinsegin unglingur.

Fræðumst, upplýsum, berum virðingu fyrir hvort öðru og elskum fólk eins og það er. Þetta er ekki flókið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stóra Garðskagavitamálið – Kaupandi skútunnar Cocette í áframhaldandi gæsluvarðhald og ber við minnisleysi

Stóra Garðskagavitamálið – Kaupandi skútunnar Cocette í áframhaldandi gæsluvarðhald og ber við minnisleysi
Fréttir
Í gær

Donald og Melania Trump endurgerðu kaupmála með leynd 

Donald og Melania Trump endurgerðu kaupmála með leynd 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alexander Máni játar að hafa stungið tvo af þremur – „Ég var hrædd­ur við að deyja“

Alexander Máni játar að hafa stungið tvo af þremur – „Ég var hrædd­ur við að deyja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eitt frægasta tré Bretlands fellt í skjóli nætur – „Hér voru fagmenn á ferð“

Eitt frægasta tré Bretlands fellt í skjóli nætur – „Hér voru fagmenn á ferð“