fbpx
Mánudagur 04.mars 2024
Fréttir

Þorvaldur telur að upp sé runnið tímabil eldvirkni sem er ekki bara bundið við Reykjanesskaga – Er Vesturgosbeltið að vakna?

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 8. ágúst 2023 09:00

Eldgosið við Litla-Hrút. Mynd: Skjáskot Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá mörgum að á síðustu þremur árum hefur verið töluverð skjálftavirkni á Reykjanesi í aðdraganda eldgosa þar. Hefur verið talað um að nú sé hafið langt tímabil eldvirkni á skaganum og megi búast við gosum þar næstu áratugina eða aldirnar.

En Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segist telja að við séum nú komin á eldvirknitímabil sem sé ekki sérstaklega bundið við Reykjanesskaga. Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag.

Að undanförnu hefur fjöldi jarðskjálfta orðið á Vesturgosbeltinu og er fjöldinn fordæmalaus þegar litið er til síðustu ára. „Það hafa verið sett spurningarmerki við skilgreiningarnar á gosbeltunum. Það getur alveg verið að lifna við þarna í Vesturgosbeltinu. Hvort það tengist Reykjanesskaganum er aftur á móti óljósara,“ hefur Morgunblaðið eftir honum.

Rúmlega 500 skjálftar hafa mælst á Vesturgosbeltinu það sem af er ári og eru það fleiri skjálftar en mælst hafa árlega síðustu þrettán árin. Flestir skjálftanna hafa átt upptök sín skammt suðaustur af fjallinu Skjaldbreið á frekar afmörkuðu svæði. Gosbeltið er 120 km á lengd og nær frá Þingvöllum norður fyrir Langjökul.

Hann sagði að sumt bendi til þess að möttulstrókurinn undir landinu sé að eflast. „Ég tel líklegt að miðjan og mesti krafturinn í möttulstróknum sé við Vatnajökul þar sem nokkrar af virkustu eldstöðvum landsins eru. Síðan er náttúrulega Katla þarna fyrir sunnan, sem er virkasta eldstöð landsins ef við lítum til framleiðni á kviku í eldgosum,“ sagði hann.

Hægt er að lesa nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hart deilt um Bashar – Egill sakar Andrés um að ala á útlendingaandúð – „Þú ert kominn út á mjög hálar brautir“

Hart deilt um Bashar – Egill sakar Andrés um að ala á útlendingaandúð – „Þú ert kominn út á mjög hálar brautir“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rússneski flugherinn er í veikari stöðu eftir áfallið í síðustu viku

Rússneski flugherinn er í veikari stöðu eftir áfallið í síðustu viku
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pólverjar vara Bandaríkin við – Afleiðingarnar verða miklar – Líka fyrir ykkur

Pólverjar vara Bandaríkin við – Afleiðingarnar verða miklar – Líka fyrir ykkur