fbpx
Sunnudagur 03.mars 2024
Fréttir

Biðja fólk um að haga sér við eldgosið og huga að banvænum hættum – Gangan 20 kílómetrar fram og til baka og tekur um 3-4 tíma

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 12. júlí 2023 11:00

Mynd tekin úr þyrlu Landhelgisgæslunnar í hádeginu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur líklega ekki farið framhjá morgun að eldgos hófst við fjallið Litla Hrút á Reykjanesskaga síðdegis á mánudag, og líklega hafa þó nokkrir hug á því að berja gosið augum, þó svo að um þriðja gosið á jafnmörgum árum sé að ræða. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum er opið inn á gossvæðið frá Suðurstrandavegi, en ekki frá öðrum vegum eða vegslóðum. Leiðina að gosstöðvunum hafi viðbragðsaðilar kallað Meradalaleið, en ganga þarf um 20 kílómetra fram og til baka til að sækja gosið heim.

„Gönguferðin hentar því alls ekki öllum. Gangan fram og til baka tekur um 3 til 4 klukkustundir fyrir vana göngumenn,“ segir í tilkynningu.

Áætlað er að í gærkvöldi og í nótt hafi á bilinu 200-300 manns verið við gosstöðvarnar á hverjum tíma og líklega hafi á þriðja þúsund þegar heimsótt svæðið frá því að það var opnað. Um 550 bílar voru á bifreiðastæðum við Skála – Mælifell á miðnætti. Björgunarsveitir þurfti að koma til aðstoðar í sjö tilvikum í gær og í nótt, en ekki var um alvarleg tilfelli að ræða.

„Sem fyrr þá gengur ekki í öllum tilfellum vel að biðja fólk um að halda sig utan hættusvæðis. Við biðjum því fólk um að haga sér í samræmi við fyrirmæli lögreglu og björgunarsveita og fara ekki inn á merkt hættusvæði.

Mikilvægt er að haga í huga að gossvæðið er hættulegt svæði þar sem aðstæður geta breyst skyndilega. Lögregla varar fólk við að dvelja nærri gosstöðvunum vegna gasmengunar. Hætta eykst þegar vind lægir. Þá geta lífshættulegar gastegundir safnast í dældum og geta reynst banvænar. Nýjar gossprungur geta opnast með litlum fyrirvara og glóandi hraun getur fallið úr hraunjaðri og hröð og skyndileg framhlaup orðið þar sem nýjar hrauntungur brjótast fram sem erfitt getur verið að forðast á hlaupum.“

Lögregla hvetur jafnframt göngumenn til að klæða sig eftir veðri, taka með sér nesti og gæta þess að næg hleðsla sé á farsímum, en öryggi farsíma á svæðinu er ekki tryggt. Bílum skal leggja á merktum svæðum við Suðurstrandaveg en ekki í vegkanti Suðurstrandavegar. Er fólki bent á að fylgjast með fréttum og vindátt. Akstur er bannaður utan vega og ferðamönnum ber að fara að fyrirmælum viðbragðsaðila. Fjallið Keilir er inn á merktu hættusvæði.

„Þeir gangi að gosstöðvum sem treysta sér til þess, vel búnir og nestaðir.  Fylgist með vindátt og fréttaflutningi.  Sjá jafnframt upplýsingar á https://safetravel.is/  https://www.almannavarnir.is/ https://www.vedur.is/.  Þá má benda á helstu fjölmiðla sem hafa verið með mjög upplýsandi og með góðan fréttaflutning af gosinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bílstjóri ráðherra lagði íslenska ríkið – Fær orlofsgreiðslur á fasta 55 klukkustunda yfirvinnu

Bílstjóri ráðherra lagði íslenska ríkið – Fær orlofsgreiðslur á fasta 55 klukkustunda yfirvinnu
Fréttir
Í gær

Ástþór sakaður um ágengni þegar hann mætti óboðinn í matsal HA – „Þeir voru bara í grunnskólabörnum“

Ástþór sakaður um ágengni þegar hann mætti óboðinn í matsal HA – „Þeir voru bara í grunnskólabörnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rannsókn lögreglu á gluggagægjunum lokið – „Þeir hafa engin tengsl við nein innbrot“

Rannsókn lögreglu á gluggagægjunum lokið – „Þeir hafa engin tengsl við nein innbrot“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Áfram auknar líkur á eldgosi en fyrirvari gæti verið innan við 30 mínútur

Áfram auknar líkur á eldgosi en fyrirvari gæti verið innan við 30 mínútur